Meinhollar súkkulaðimuffins

  ,   

janúar 22, 2020

Það er frábært að leyfa börnunum að spreyta sig á þessum kökum.

Hráefni

100 g möndlur

200 g döðlur

3 egg

2 bananar

2 msk kókosolía

2 msk Cadbury kakó

hnífsoddur salt

50 g 70% súkkulaði

Leiðbeiningar

1Malið möndlurnar gróflega. Setjið í skál og geymið.

2Setjið döðlur í matvinnsluvél ásamt 1 eggi og blandið saman þar til döðlurnar eru orðnar að mauki. Bætið hinum eggjunum saman við ásamt banönum og kókosolíu. Blandið þar til deigið er orðið kekkjalaust.

3Hellið í skál og setjið kakó, möndlur og smá salt 1/4 tsk.

4Setjið í 200°c heitan ofn í 20 mínútur.

5Takið úr ofni og látið 1 súkkkulaðimola yfir heitar kökurnar og leyfið að bráðna.

6Skreytið með kókosmjöli eða berjum.

GRGS uppskrift.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!

OREO trufflur

OREO konfekt með dökku súkkulaði og Toblerone.