Print Options:

Matarmikil grænmetissúpa

Magn1 skammtur

Það er ekta súpuveður þessa dagana, útkoman varð stórkostleg, matarmikil og ljúffeng grænmetissúpa

 1 stk Sæt kartafla (500-600g)
 1 stk Rauð papríka
 1 stk Gul papríka
 4 stk Gulrætur
 1 stk Rauðlaukur
 2 stk Hvítlaukur
 5 msk Filippo Berio ólífuolía
 1200 ml vatn
 3 msk Oscar grænmetiskraftur
 1 stk Heinz chili sósa (1 glerflaska)
 Salt, pipar og papríkuduft
 Sýrður rjómi
 Brauðteningar
 Ristuð graskersfræ
 ólífiuolía
1

Hitið ofninn í 190°C

2

Flysjið og skerið kartöfluna niður í teninga

3

Skerið paprikur niður í strimla, gulrætur í þunnar sneiðar og laukinn í stóra bita.

4

Blandið 5 msk. af ólífuolíu, 1 tsk. af salti, 1 tsk. af paprikudufti og ½ tsk. af pipar saman við grænmetið og setjið það í bökunarskúffu.

5

Takið ofan af báðum hvítlaukunum til að opna geirana, penslið sárið með olíu og leggið ofan á grænmetið.

6

Bakið í um 40 mínútur eða þar til grænmetið mýkist og snúið nokkrum sinnum á meðan.

7

Útbúið á meðan soðið með því að setja vatn og grænmetiskraft í pott.

8

Þegar grænmetið er tilbúið má kreista hvítlauksgeirana upp úr hvítlauknum og henda utan af þeim.

9

Setjið síðan allt grænmetið í blandara og um helminginn af soðinu, maukið.

10

Hellið síðan maukinu í pottinn með restinni af soðinu, náið upp hitanum, bætið chili sósunni saman við og kryddið eftir smekk.

11

Berið fram með sýrðum rjóma, brauðteningum, smá ólífuolíu og ristuðum graskersfræjum.

Nutrition Facts

0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki

Serving size