fbpx

Massaman karrí með kjúkling

Kjúklingur í rauðu karrí með ananas og kartöflum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3-4 Rose Poultry kjúklingabringur
 1 msk Blue Dragon rautt karrý
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 8 meðalstórar kartöflur
 4 gulrætur
 125 g baby corn (litlir maísstönglar)
 1 laukur
 10-12 ananasbitar úr dós + 3 msk ananassafi
 2-3 hvítlauksrif
 Salt og pipar
 2 msk Blue Dragon rautt karrý
 1 dós Blue Dragon kókosmjólk
 Ferskt kóríander, eftir smekk
 1 límóna, skorin í báta
 Borið fram með Tilda Basmati hrísgrjónum

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn smátt og blandið saman við karrý og ólífuolíu í skál.

2

Skrælið kartöflurnar og skerið þær í fjóra hluta. Sjóðið kartöflurnar í 25-30 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn og mjúkar.

3

Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu og takið hann til hliðar.

4

Skerið gulræturnar í sneiðar, skerið laukinn og maísstönglana í bita og steikið upp úr ólífuolíu.

5

Bætið pressuðu hvítlauksrifi, ananasbitum, ananassafa, kókosmjólk og karrý saman við.

6

Setjið að lokum kjúklinginn og kartöflurnar saman við blönduna og látið malla við vægan hita í 15-20 mínútur. Bætið við salt og pipar eftir smekk.

7

Dreifið kóríander og límónubátum yfir blönduna og berið fram með hrísgrjónum.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 3-4 Rose Poultry kjúklingabringur
 1 msk Blue Dragon rautt karrý
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 8 meðalstórar kartöflur
 4 gulrætur
 125 g baby corn (litlir maísstönglar)
 1 laukur
 10-12 ananasbitar úr dós + 3 msk ananassafi
 2-3 hvítlauksrif
 Salt og pipar
 2 msk Blue Dragon rautt karrý
 1 dós Blue Dragon kókosmjólk
 Ferskt kóríander, eftir smekk
 1 límóna, skorin í báta
 Borið fram með Tilda Basmati hrísgrjónum

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn smátt og blandið saman við karrý og ólífuolíu í skál.

2

Skrælið kartöflurnar og skerið þær í fjóra hluta. Sjóðið kartöflurnar í 25-30 mínútur eða þar til þær eru eldaðar í gegn og mjúkar.

3

Steikið kjúklinginn upp úr ólífuolíu og takið hann til hliðar.

4

Skerið gulræturnar í sneiðar, skerið laukinn og maísstönglana í bita og steikið upp úr ólífuolíu.

5

Bætið pressuðu hvítlauksrifi, ananasbitum, ananassafa, kókosmjólk og karrý saman við.

6

Setjið að lokum kjúklinginn og kartöflurnar saman við blönduna og látið malla við vægan hita í 15-20 mínútur. Bætið við salt og pipar eftir smekk.

7

Dreifið kóríander og límónubátum yfir blönduna og berið fram með hrísgrjónum.

Massaman karrí með kjúkling

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…