Pastaréttur með sítrónukeim.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hrærið saman fínrifið sítrónuhýði, sítrónusafa, mascarpone og pipar í skál.
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í ólívuolíu við miðlungsháan hita þar til þær eru eldaðar í gegn. Bætið pressuðum hvítlauksrifjum á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Saltið og piprið.
Sjóðið pastað í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu en takið það af hitanum 1-2 mínútum áður en það er tilbúið. Takið hálfan bolla af pastavatninu frá og sigtið restina af vatninu frá pastanu.
Setjið pastað aftur í pottinn og setjið pottinn á miðlungsháan hita. Hrærið mascarpone og sítrónublöndunni saman við ásamt kjúklingnum, sólþurrkuðu tómötunum og spínatinu. Þynnið sósuna með 1/4 af pastavatninu og hrærið vel saman þar til allt er orðið vel heitt. Bætið við meira af pastavatni ef þörf er á.
Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hrærið saman fínrifið sítrónuhýði, sítrónusafa, mascarpone og pipar í skál.
Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í ólívuolíu við miðlungsháan hita þar til þær eru eldaðar í gegn. Bætið pressuðum hvítlauksrifjum á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Saltið og piprið.
Sjóðið pastað í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu en takið það af hitanum 1-2 mínútum áður en það er tilbúið. Takið hálfan bolla af pastavatninu frá og sigtið restina af vatninu frá pastanu.
Setjið pastað aftur í pottinn og setjið pottinn á miðlungsháan hita. Hrærið mascarpone og sítrónublöndunni saman við ásamt kjúklingnum, sólþurrkuðu tómötunum og spínatinu. Þynnið sósuna með 1/4 af pastavatninu og hrærið vel saman þar til allt er orðið vel heitt. Bætið við meira af pastavatni ef þörf er á.
Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram.