fbpx

Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

Pastaréttur með sítrónukeim.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 250 gr mascarpone rjómaostur við stofuhita
 Hýði og safi úr einni sítrónu
 1 tsk nýmalaður pipar
 3-4 kjúklingabringur
 1 ½ msk ólívuolía
 2 hvítlauksrif
 salt og pipar
 1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir
 1 poki spínat (250 gr)
 500 gr pasta
 Ferskrifinn parmesan

Leiðbeiningar

1

Hrærið saman fínrifið sítrónuhýði, sítrónusafa, mascarpone og pipar í skál.

2

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í ólívuolíu við miðlungsháan hita þar til þær eru eldaðar í gegn. Bætið pressuðum hvítlauksrifjum á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Saltið og piprið.

3

Sjóðið pastað í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu en takið það af hitanum 1-2 mínútum áður en það er tilbúið. Takið hálfan bolla af pastavatninu frá og sigtið restina af vatninu frá pastanu.

4

Setjið pastað aftur í pottinn og setjið pottinn á miðlungsháan hita. Hrærið mascarpone og sítrónublöndunni saman við ásamt kjúklingnum, sólþurrkuðu tómötunum og spínatinu. Þynnið sósuna með 1/4 af pastavatninu og hrærið vel saman þar til allt er orðið vel heitt. Bætið við meira af pastavatni ef þörf er á.

5

Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram.


Uppskrift frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.

MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 250 gr mascarpone rjómaostur við stofuhita
 Hýði og safi úr einni sítrónu
 1 tsk nýmalaður pipar
 3-4 kjúklingabringur
 1 ½ msk ólívuolía
 2 hvítlauksrif
 salt og pipar
 1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar, hakkaðir
 1 poki spínat (250 gr)
 500 gr pasta
 Ferskrifinn parmesan

Leiðbeiningar

1

Hrærið saman fínrifið sítrónuhýði, sítrónusafa, mascarpone og pipar í skál.

2

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið í ólívuolíu við miðlungsháan hita þar til þær eru eldaðar í gegn. Bætið pressuðum hvítlauksrifjum á pönnuna og steikið áfram í 1-2 mínútur. Saltið og piprið.

3

Sjóðið pastað í söltu vatni eftir leiðbeiningum á pakkningu en takið það af hitanum 1-2 mínútum áður en það er tilbúið. Takið hálfan bolla af pastavatninu frá og sigtið restina af vatninu frá pastanu.

4

Setjið pastað aftur í pottinn og setjið pottinn á miðlungsháan hita. Hrærið mascarpone og sítrónublöndunni saman við ásamt kjúklingnum, sólþurrkuðu tómötunum og spínatinu. Þynnið sósuna með 1/4 af pastavatninu og hrærið vel saman þar til allt er orðið vel heitt. Bætið við meira af pastavatni ef þörf er á.

5

Rífið ferskan parmesan yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Mascarpone kjúklingapasta með sólþurrkuðum tómötum og spínati

Aðrar spennandi uppskriftir