Processed with VSCO with p5 preset
Processed with VSCO with p5 preset

Marsípan sörur með saltkaramellukremi og Dumle

  ,   

janúar 8, 2019

Ómótstæðilegar karamellu sörur.

Hráefni

Botn

250g marsípan

2 eggjahvítur

1 dl sykur

Krem

200 g mjúkt smjör

2 eggjarauður

1 tsk vanilludropar

½ dl Saltkaramella (hægt að kaupa þykka karamellusósu (Dulce de leche) og bæta smá salti

2 - 3 dl flórsykur

20 Dumle karamellur, saxaðar smátt

Hjúpur

300 g Milka mjólkursúkkulaði

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 180°C.

2Þeytið eggjahvítur með sykrinum þar til blandan er orðin eins og marengs. Rífið þá marsípanið út í með rifjárni og blandið saman með sleikju þar til blandan er eins og deig.

3Setjið deigið í sprautupoka með hringstút og sprautið litlar kökur á plötu klædda bökunarpappír. Hafið kökurnar sirka 3cm í þvermál. Megið alveg hafa þær stærri en þessar kökur eru eins og konfekt svo mér finnst henta betur að hafa þær minni. 0-13 mín eða þangað til þeir verða ljósgylltir

4Kremið: Þeytið smjörið fyrst og bætið svo rest út í fyrir utan karamellurnar. Þeytið kremið vel þar til það er létt og ljóst. Alltaf gott að þeyta krem mjög lengi. Setjið saxaðar karamellurnar út í síðast og hrærið saman með sleikju.

5Smyrjið kreminu á kaldar kökurnar og setjið í frysti að lágmarki 30 mín.

6Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði eða í örbylgjunni. Hjúpið hverja köku og frystið aftur.

7Þessar geymast best í frysti en mæli með að taka þær út með smá fyrirvara áður en þær eru bornar fram þar sem karamellurnar í kreminu verða mjög harðar.

Gerir um 40 stk. Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.