Marmarakaka með besta súkkulaði kreminu er svo góð kaka, svolítið þétt og alls ekki of sæt.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir stillingu.
Hærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós (2-4 mín).
Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á milli, skafið með fram skálinni með sleikju til að allt blandist vel saman.
Blandið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti. Hellið helmingnum af hveiti blöndunni út í eggjablönduna og 1 dl af AB-mjólk, blandið saman og setjið svo restina af hveitinu og AB-mjólkinni út í. Blandið saman.
Skiptið deiginu í tvennt.
Setjið kakó, kaffi og 2 msk sykur í eina skál og hrærið saman. Blandið því saman við annað deigið.
Smyrjið 30×11 cm form (eða álíka stórt), klæðið það með smjörpappír og hellið báðum deigunum ofan í formið, fyrst helminginn af ljósa, svo helminginn af dökka, svo ljósa aftur og seinst dökka.
Bakið í um það bil 35-40 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Leyfið henni að kólna fullkomlega og útbúið kremið á meðan.
Hrærið smjörið mjög vel eða þar til það er orðið mjög loftmikið og alveg ljóst. Bætið því næst rjómaostinum og flórsykrinum út í hrærið smá saman.
Bætið því næst út í rjómanum og kaffinu og hrærið þar til kremið er orðið silkimjúkt og létt. Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á kökuna.
Hráefni
Leiðbeiningar
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir stillingu.
Hærið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós (2-4 mín).
Setjið eggin út í, eitt í einu og hrærið á milli, skafið með fram skálinni með sleikju til að allt blandist vel saman.
Blandið saman hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti. Hellið helmingnum af hveiti blöndunni út í eggjablönduna og 1 dl af AB-mjólk, blandið saman og setjið svo restina af hveitinu og AB-mjólkinni út í. Blandið saman.
Skiptið deiginu í tvennt.
Setjið kakó, kaffi og 2 msk sykur í eina skál og hrærið saman. Blandið því saman við annað deigið.
Smyrjið 30×11 cm form (eða álíka stórt), klæðið það með smjörpappír og hellið báðum deigunum ofan í formið, fyrst helminginn af ljósa, svo helminginn af dökka, svo ljósa aftur og seinst dökka.
Bakið í um það bil 35-40 mín eða þar til kakan er bökuð í gegn. Leyfið henni að kólna fullkomlega og útbúið kremið á meðan.
Hrærið smjörið mjög vel eða þar til það er orðið mjög loftmikið og alveg ljóst. Bætið því næst rjómaostinum og flórsykrinum út í hrærið smá saman.
Bætið því næst út í rjómanum og kaffinu og hrærið þar til kremið er orðið silkimjúkt og létt. Setjið kökuna á kökudisk og smyrjið kreminu á kökuna.