Marineruð Ribeye steik og sveppasósa

Rating0.0

Grilltíminn er að hefjast og páskarnir á næsta leyti. Tilvalið að draga fram grillið og galdra fram girnilega steik og með því. 

SharePostSave
Magn1 skammtur
Ribeye
 4 stk Rib eye steikur
 Caj P original grillolía
Sveppasósa
 300 g blandaðir sveppir (kastaníu og venjulegir)
 3 msk smjör
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 3 msk hvítlauksgeirar
 150 ml vatn
 2 msk Oscar nautakraftur (fljótandi)
 300 ml rjómi
 40 g rifinn Parmareggio Reggiano ostur
 Maizena mjöl
 skvetta af Muga reserva rauðvíni
 1 msk ferskt timian (saxað)
 salt og pipar
Annað meðlæti
 2 stk sætar kartöflur
 Filippo Berio ólífuolia
 salt og pipar
 16 stk ferskur aspas
 2 msk smjör
 rifinn Parmareggio Reggiano ostur eftir smekk
Rib eye steikur eldun
1

Þerrið steikurnar og penslið með Caj P olíu á báðum hliðum, leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).

2

Grillið á meðalheitu grilli þar til æskilegum kjarnhita er náð. Munið að kjarnhiti hækkar um nokkrar gráður á meðan steikurnar hvíla. Við tökum af grillinu með kjarnhita í kringum 51-54°C eftir því hversu vel við viljum þær eldaðar, síðan er mikilvægt þær fái að standa í að minnsta kosti 10 mínútur.

Sveppasósa uppskrift
3

Sneiðið sveppina niður og steikið upp úr smjöri og ólífuolíu þar til þeir mýkjast, kryddið með salti og pipar.

4

Rífið nú hvítlaukinn saman við og steikið áfram stutta stund.

5

Næst má bæta vatni, nautakrafti, rjóma og parmesan osti saman við og leyfa aðeins að malla, þykkið með maizenamjöli eftir smekk.

6

Í lokin má setja smá rauðvín saman við ásamt söxuðu timian og krydda eftir smekk með salti og pipar.

Annað meðlæti
7

Sneiðið kartöflurnar í þykkar sneiðar, penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 200°C í um 40 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.

8

Skerið trenaða hlutann af aspasnum og steikið við meðalhita upp úr smjöri þar til hann mýkist.

9

Kryddið með salti og pipar og færið aspasinn síðan ofan á bökuðu sætu kartöfluna og toppið með vel af parmesan osti.

10

Ferskt salat að eigin vali

MatreiðslaInniheldur, , ,

Hráefni

Ribeye
 4 stk Rib eye steikur
 Caj P original grillolía
Sveppasósa
 300 g blandaðir sveppir (kastaníu og venjulegir)
 3 msk smjör
 1 msk Filippo Berio ólífuolía
 3 msk hvítlauksgeirar
 150 ml vatn
 2 msk Oscar nautakraftur (fljótandi)
 300 ml rjómi
 40 g rifinn Parmareggio Reggiano ostur
 Maizena mjöl
 skvetta af Muga reserva rauðvíni
 1 msk ferskt timian (saxað)
 salt og pipar
Annað meðlæti
 2 stk sætar kartöflur
 Filippo Berio ólífuolia
 salt og pipar
 16 stk ferskur aspas
 2 msk smjör
 rifinn Parmareggio Reggiano ostur eftir smekk

Leiðbeiningar

Rib eye steikur eldun
1

Þerrið steikurnar og penslið með Caj P olíu á báðum hliðum, leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).

2

Grillið á meðalheitu grilli þar til æskilegum kjarnhita er náð. Munið að kjarnhiti hækkar um nokkrar gráður á meðan steikurnar hvíla. Við tökum af grillinu með kjarnhita í kringum 51-54°C eftir því hversu vel við viljum þær eldaðar, síðan er mikilvægt þær fái að standa í að minnsta kosti 10 mínútur.

Sveppasósa uppskrift
3

Sneiðið sveppina niður og steikið upp úr smjöri og ólífuolíu þar til þeir mýkjast, kryddið með salti og pipar.

4

Rífið nú hvítlaukinn saman við og steikið áfram stutta stund.

5

Næst má bæta vatni, nautakrafti, rjóma og parmesan osti saman við og leyfa aðeins að malla, þykkið með maizenamjöli eftir smekk.

6

Í lokin má setja smá rauðvín saman við ásamt söxuðu timian og krydda eftir smekk með salti og pipar.

Annað meðlæti
7

Sneiðið kartöflurnar í þykkar sneiðar, penslið með ólífuolíu og kryddið með salti og pipar. Bakið við 200°C í um 40 mínútur eða þar til þær eru mjúkar í gegn.

8

Skerið trenaða hlutann af aspasnum og steikið við meðalhita upp úr smjöri þar til hann mýkist.

9

Kryddið með salti og pipar og færið aspasinn síðan ofan á bökuðu sætu kartöfluna og toppið með vel af parmesan osti.

10

Ferskt salat að eigin vali

Notes

Marineruð Ribeye steik og sveppasósa

Aðrar spennandi uppskriftir