Þessi fiskréttur er afar góður ef þið eruð að leita eftir tilbreytingu frá hefðbundnum steiktum fiski. Rétturinn er í senn bragðmikill og auðveldur að gera. En galdurinn hér er að marínera fiskinn í Caj P hvítlauks grillolíu. Því lengur því betra, en ég hef hann stundum alveg yfir nótt eða frá morgni til kvöldmats í maríneringunni. Best er að leyfa fiskinum að marínerast allavega í 2-4 tíma.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið Caj p grillolíuna í grunna skál og merjið hvítlauksrifin út í (hristið Caj P olíuna vel áður en sett er í skálina)
Blandið svo restinni af innihaldsefnum úr maríneringunni saman við og hrærið vel saman
Leggjið fiskinn á eldhúspappír til að ná sem mestum raka úr honum og skerið hann svo í langa mjóa bita
Setjið fiskbitana út í maríneringuna helst í 2-4 klst í ísskáp, best ef hægt er yfir nótt eða frá morgni að kvöldmatartíma
Þegar steikja á fiskinn setjið þá maizena eða kartöflumjöl á matardisk
Hitið svo olíu á pönnu og veltið einum fiskbita í einu upp úr mjölinu (passa að láta sem mest af maríneringunni leka af fiskinum) og setjið svo beint út í heita olíuna
Steikjið fiskinn þar til hann hefur fengið á sig fallegan appelsínugylltan lit og setjið svo á disk með eldhúspappír á til að umfram olía fari í pappann
Meðan fiskurinn er steiktur er gott að gera hvítlaukssmjörið til á meðan
Setjið smjörið í pott og bræðið en ekki sjóða, slökkvið undir þegar smjörið hefur bráðnað
Merjið næst hvítlauksrifin út í smjörið og setjið restina af hráefnum saman við og hrærið vel saman, setjið í skál og leggjið til hliðar
Þegar fiskurinn er til og kominn á disk er best að hella hvítlaukssmjörinu yfir hann heitann og bera afganginn af smjörinu fram með réttinum
Mér finnst best að hafa ofnbakað smælki velt upp úr olíu og salti með honum og hella hvítlaukssmjörinu yfir þær líka þegar þær eru til
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið Caj p grillolíuna í grunna skál og merjið hvítlauksrifin út í (hristið Caj P olíuna vel áður en sett er í skálina)
Blandið svo restinni af innihaldsefnum úr maríneringunni saman við og hrærið vel saman
Leggjið fiskinn á eldhúspappír til að ná sem mestum raka úr honum og skerið hann svo í langa mjóa bita
Setjið fiskbitana út í maríneringuna helst í 2-4 klst í ísskáp, best ef hægt er yfir nótt eða frá morgni að kvöldmatartíma
Þegar steikja á fiskinn setjið þá maizena eða kartöflumjöl á matardisk
Hitið svo olíu á pönnu og veltið einum fiskbita í einu upp úr mjölinu (passa að láta sem mest af maríneringunni leka af fiskinum) og setjið svo beint út í heita olíuna
Steikjið fiskinn þar til hann hefur fengið á sig fallegan appelsínugylltan lit og setjið svo á disk með eldhúspappír á til að umfram olía fari í pappann
Meðan fiskurinn er steiktur er gott að gera hvítlaukssmjörið til á meðan
Setjið smjörið í pott og bræðið en ekki sjóða, slökkvið undir þegar smjörið hefur bráðnað
Merjið næst hvítlauksrifin út í smjörið og setjið restina af hráefnum saman við og hrærið vel saman, setjið í skál og leggjið til hliðar
Þegar fiskurinn er til og kominn á disk er best að hella hvítlaukssmjörinu yfir hann heitann og bera afganginn af smjörinu fram með réttinum
Mér finnst best að hafa ofnbakað smælki velt upp úr olíu og salti með honum og hella hvítlaukssmjörinu yfir þær líka þegar þær eru til