Marengs í krukku með Dumle

  ,

apríl 3, 2021

Ofureinfaldur eftirréttur sem auðvelt er að græja með stuttum fyrirvara

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 marengsbotn (ég keypti tilbúinn)

4 dl þeyttur rjómi

1 Dumle súkkulaðiplata (fæst í Hagkaup og Fjarðarkaup)

3 msk rjómi

Smátt skorin jarðaber eftir smekk

1-2 ástríðuávextir

Fræ úr ½ granatepli

Leiðbeiningar

1Byrjið á því að bræða Dumle súkkulaðiplötuna í potti ásamt 3 msk rjóma við vægan hita og kælið. Saxið smá af súkkulaðinu áður til að skreyta með. Ef blandan er of þykk þá er gott að bæta smá rjóma saman við.

2Þeytið rjómann.

3Brjótið marengsinn í litla bita og dreifið í botninn á krukku eða glasi. Því næst dreifið þeyttum rjóma, berjum, granateplafræjum, ástríðuávexti og Dumle súkkulaðið. Endurtakið þetta og skreytið með saxaða Dumle súkkulaðinu.

Uppskrift frá Hildi Rut á trendnet.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

French toast með ferskum berjum

Hér kemur uppskrift að french toast með ferskum berjum, hlynsírópi og rjómaostablöndu. Geggjuð blanda og kjörið til að útbúa fyrir brönsinn.

Lífrænt ræktað granóla með kókos og möndlusmjöri

Einfalt granóla sem er lífrænt og vegan.

Geggjaðar brunchlokur

Týpísk og klassísk innihaldsefni sem einfaldlega klikkar ekki, egg, beikon, cheddar ostur og silkimjúkt graslauksmajónes sem toppar þetta allt svo bragðlaukarnir dansa af gleði.