fbpx

Makkarónur með jarðarberjafyllingu

Makkarónur eru hinn fullkomni sæti biti og fallegt að gefa nokkrar makkarónur í öskju í gjafir!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Makkarónur
 3 stk eggjahvítur við stofuhita
 50 g sykur
 1/4 tsk Cream of tartar
 matarlitur
 210 g flórsykur
 100 g möndlumjöl
Jarðarberjafylling
 100 g smjör við stofuhita
 60 g Philadelphia rjómaosturvið stofuhita
 1 tsk vanillusykur
 260 g flórsykur
 50 g Driscolls jarðarber skorin smátt

Leiðbeiningar

Makkarónur
1

Hitið ofninn í 140°C og setjið bökunarpappír á tvær ofnskúffur.

2

Þeytið eggjahvítur þar til þær byrja að freyða og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum, þeytið þar til stífir toppar halda sér, bætið Cream of tartar og matarlit saman við (setjið meira en minna því liturinn fölnar við bakstur) og þeytið aðeins áfram.

3

Sigtið flórsykur og möndlumjöl í skál, blandið saman og hellið saman við eggjahvíturnar. Blandið varlega saman við með sleikju þar til þið sjáið ekki lengur mikla kekki/korn í blöndunni. Gott er að miða við að blandan geti myndað tölustafinn 8 þegar hún lekur af sleikjunni, sé samt enn þykk.

4

Setjið blönduna í poka og klippið um 1 cm gat á endann eða notið sprautustút svipaðan í þvermál.

5

Sprautið jafna hringi á plötuna með smá bil á milli, lyftið bökunarplötunni þá aðeins upp frá borðplötunni og leyfið henni að falla niður nokkrum sinnum til að ná loftbólunum úr.

6

Leyfið makkarónunum nú að standa á borðinu í 30 mínútur og bakið síðan í um 15 mínútur eða þar til þær lyftast upp (fá fætur).

7

Kælið í um 10 mínútur og setjið fyllinguna á, geymið svo í kæli.

Jarðarberjafylling
8

Þeytið saman smjör, rjómaost, vanillusykur og flórsykur þar til létt en stíf blanda myndast.

9

Skerið jarðarberin smátt niður og blandið saman við rjómaostakremið.

10

Setjið í poka, klippið um 1 cm gat á endann og sprautið á makkarónurnar. Gott er að para makkarónurnar fyrst saman því þær eru kannski aðeins misstórar, setja eina á hvolf, setja krem og klemma svo með hinni laust saman.

11

Rósavín + makkarónur = fullkomin blanda. Mælum með Muga rósavíninu


DeilaTístaVista

Hráefni

Makkarónur
 3 stk eggjahvítur við stofuhita
 50 g sykur
 1/4 tsk Cream of tartar
 matarlitur
 210 g flórsykur
 100 g möndlumjöl
Jarðarberjafylling
 100 g smjör við stofuhita
 60 g Philadelphia rjómaosturvið stofuhita
 1 tsk vanillusykur
 260 g flórsykur
 50 g Driscolls jarðarber skorin smátt

Leiðbeiningar

Makkarónur
1

Hitið ofninn í 140°C og setjið bökunarpappír á tvær ofnskúffur.

2

Þeytið eggjahvítur þar til þær byrja að freyða og bætið sykrinum saman við í nokkrum skömmtum, þeytið þar til stífir toppar halda sér, bætið Cream of tartar og matarlit saman við (setjið meira en minna því liturinn fölnar við bakstur) og þeytið aðeins áfram.

3

Sigtið flórsykur og möndlumjöl í skál, blandið saman og hellið saman við eggjahvíturnar. Blandið varlega saman við með sleikju þar til þið sjáið ekki lengur mikla kekki/korn í blöndunni. Gott er að miða við að blandan geti myndað tölustafinn 8 þegar hún lekur af sleikjunni, sé samt enn þykk.

4

Setjið blönduna í poka og klippið um 1 cm gat á endann eða notið sprautustút svipaðan í þvermál.

5

Sprautið jafna hringi á plötuna með smá bil á milli, lyftið bökunarplötunni þá aðeins upp frá borðplötunni og leyfið henni að falla niður nokkrum sinnum til að ná loftbólunum úr.

6

Leyfið makkarónunum nú að standa á borðinu í 30 mínútur og bakið síðan í um 15 mínútur eða þar til þær lyftast upp (fá fætur).

7

Kælið í um 10 mínútur og setjið fyllinguna á, geymið svo í kæli.

Jarðarberjafylling
8

Þeytið saman smjör, rjómaost, vanillusykur og flórsykur þar til létt en stíf blanda myndast.

9

Skerið jarðarberin smátt niður og blandið saman við rjómaostakremið.

10

Setjið í poka, klippið um 1 cm gat á endann og sprautið á makkarónurnar. Gott er að para makkarónurnar fyrst saman því þær eru kannski aðeins misstórar, setja eina á hvolf, setja krem og klemma svo með hinni laust saman.

11

Rósavín + makkarónur = fullkomin blanda. Mælum með Muga rósavíninu

Makkarónur með jarðarberjafyllingu

Aðrar spennandi uppskriftir