Hver elskar ekki máltíð sem hægt er að útbúa á um 20 mínútum með öllu!
Sjóðið penne pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Steikið lauk og hvítlauk við vægan hita upp úr smjöri og olíu í bland þar til laukurinn mýkist.
Hellið rauðvíninu á pönnuna og leyfið því aðeins að gufa upp.
Bætið þá tómatpúrru, tómötum í dós, rjómaosti og rjóma á pönnuna og hrærið saman.
Kryddið til og blandið parmesan ostinum saman við í lokin og bætið þá pastanu saman við.
Rífið meiri parmesanost yfir og gott er að bera pastað fram með hvítlauksbrauði.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki