fbpx

Lúxus jólajógúrt parfait með kanilkexi og eplum

Jólajógúrt parfait hentar fullkomlega í jóla brunchinn.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 krukkur grísk jólajógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
 1 rautt epli
 Örlítill sítrónusafi
 u.þ.b. 10 LU Bastogne kanil kexkökur
 u.þ.b. 4 msk dökkir súkkulaðidropar

Leiðbeiningar

1

Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.

2

Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.

3

Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.

4

Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.

5

Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.

MatreiðslaMatargerðMerking, , ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 krukkur grísk jólajógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
 1 rautt epli
 Örlítill sítrónusafi
 u.þ.b. 10 LU Bastogne kanil kexkökur
 u.þ.b. 4 msk dökkir súkkulaðidropar

Leiðbeiningar

1

Myljið kexkökurnar niður, passið að mylja þær ekki of fínt, það eiga að vera frekar grófir bitar líka í mulningnum. Setjið 1 msk af mulningi í botninn á hverju glasi, fallegt að láta kexið sjást í hliðunum.

2

Skerið eplið smátt niður og kreistið sítrónu yfir til þess að koma í veg fyrir að eplið oxist og verði brúnt.

3

Setjið u.þ.b. ½-1 msk af eplabitum í glasið og nokkra súkkulaðidropa.

4

Skiptið gríska jólajógúrtinu á milli glasanna.

5

Skreytið glösin með eplabitum, súkkulaðidropum og restinni af kanilkexinu.

Lúxus jólajógúrt parfait með kanilkexi og eplum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…