fbpx

Ljúffengt sveppa risotto

Ljúffengt sveppa risotto sem þú munt elska!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g kastaníu sveppir (má líka blanda saman við portobello sveppi)
 1 laukur (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 100 g smjör (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 U.þ.b. 4 msk trufflu olía (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 ferkst timjan
 3 ½ dl risotto hrísgrjón
 2 dl hvítvín (gott að nota Chardonnay)
 1000 ml vatn
 3 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
 1 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur (meira til að bera fram með)

Leiðbeiningar

1

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

2

Skerið sveppina niður í sneiðar og setjið á bökunarplötu með smjörpappír.

3

Skerið laukinn í helming, skerið annan helminginn niður í þunnar sneiðar og dreifið yfir sveppina á bökunarplötunni.

4

Bræðið smjörið og hellið yfir sveppina og laukinn, hellið einnig 2 msk af trufflu olíu yfir, klippið niður ferskt timjan og dreifið yfir. Bakið inn í ofni i 25 mín eða þar til sveppirnir og laukurinn er orðinn mjúkur í gegn.

5

Setjið 2 msk af trufflu olíu á pönnu og stillið á meðal hita.

6

Skerið hinn helminginn af lauknum smátt niður og steikið þar til hann er byrjaður að mýkjast.

7

Setjið þá hrísgrjónin út á pönnuna og steikið í 1 mín. Bætið þá hvítvíninu út á og steikið þar til mesti vökvinn er gufaður upp, hrærið stanslaust í. Bætið þá 250 ml vatni út á ásamt 1 tsk af kjúklingakrafti, hrærið stanslaust í og leyfið að malla þar til mest allur vökvinn er gufaður upp. Endurtakið þar til búið er að setja 1000 ml af vatni og 3 tsk af kjúklingakrafti, þá ættu hrísgrjónin einnig að vera orðin mjúk og góð.

8

Rífið parmesan ost niður og bætið út á risottoið, hrærið öllu saman.

9

Setjið 2/3 af sveppunum og lauknum út á, ásamt restinni af smjörinu og blandið saman.

10

Skiptið risottoinu á milli diska, setjið restina af sveppunum og lauknum yfir, ferskt timjan og rífið parmesan ost yfir.


Linda Ben.

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g kastaníu sveppir (má líka blanda saman við portobello sveppi)
 1 laukur (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 100 g smjör (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 U.þ.b. 4 msk trufflu olía (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)
 ferkst timjan
 3 ½ dl risotto hrísgrjón
 2 dl hvítvín (gott að nota Chardonnay)
 1000 ml vatn
 3 tsk kjúklingakraftur frá Oscar
 1 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur (meira til að bera fram með)

Leiðbeiningar

1

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

2

Skerið sveppina niður í sneiðar og setjið á bökunarplötu með smjörpappír.

3

Skerið laukinn í helming, skerið annan helminginn niður í þunnar sneiðar og dreifið yfir sveppina á bökunarplötunni.

4

Bræðið smjörið og hellið yfir sveppina og laukinn, hellið einnig 2 msk af trufflu olíu yfir, klippið niður ferskt timjan og dreifið yfir. Bakið inn í ofni i 25 mín eða þar til sveppirnir og laukurinn er orðinn mjúkur í gegn.

5

Setjið 2 msk af trufflu olíu á pönnu og stillið á meðal hita.

6

Skerið hinn helminginn af lauknum smátt niður og steikið þar til hann er byrjaður að mýkjast.

7

Setjið þá hrísgrjónin út á pönnuna og steikið í 1 mín. Bætið þá hvítvíninu út á og steikið þar til mesti vökvinn er gufaður upp, hrærið stanslaust í. Bætið þá 250 ml vatni út á ásamt 1 tsk af kjúklingakrafti, hrærið stanslaust í og leyfið að malla þar til mest allur vökvinn er gufaður upp. Endurtakið þar til búið er að setja 1000 ml af vatni og 3 tsk af kjúklingakrafti, þá ættu hrísgrjónin einnig að vera orðin mjúk og góð.

8

Rífið parmesan ost niður og bætið út á risottoið, hrærið öllu saman.

9

Setjið 2/3 af sveppunum og lauknum út á, ásamt restinni af smjörinu og blandið saman.

10

Skiptið risottoinu á milli diska, setjið restina af sveppunum og lauknum yfir, ferskt timjan og rífið parmesan ost yfir.

Ljúffengt sveppa risotto

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…