fbpx

Ljúffengir BBQ kjúklingastrimlar

Lúxus kjúklingastrimlar eins og þeir gerast bestir. Þeir eru mjúkir í gómsætum BBQ hjúp og bornir fram með gráðostasósu og kartöflubátum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry (1 poki)
 2 stk egg
 1 dl hveiti
 Krydd: 1 tsk salt, ¼ dl pipar, ½ tsk laukduft, ½ tsk hvítlauksduft
 ½ dl ólífuolía
 1 dl Heinz BBQ sósa
 Toppa með: Sesamfræjum, vorlauk, chili og kóríander eftir smekk (má sleppa).
Kartöflur
 4 stk bökunarkartöflur
 ½ dl ólífolía
 Krydd: 2 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk laukduft, 1 tsk hvítlauksduft, ½ tsk pipar
Sósa
 ½ dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 2 msk stappaður gráðostur
 1 msk safi úr lime
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Pískið egg í skál og dreifið hveiti og kryddi á disk.

2

Hrærið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál og setjið til hliðar.

3

Snyrtið kjúklingalundirnar. Veltið þeim upp úr egginu og síðan hveitinu.

4

Raðið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið ólífuolíu yfir.

5

Bakið í 20 mínútur við 190°C á blæstri.

6

Hellið BBQ sósunni yfir og dreifið á alla kjúklingastrimlana. Setjið þá aftur inn í ofninn og bakið í 8-10 mínútur í viðbót.

7

Dreifið sesamfræjum, sneiðum af vorlauk, sneiðum af chili og kóríander yfir kjúklingstrimlana. Berið fram með kartöflubátum og gráðostasósu, Njótið.

Kartöflubátar
8

Skerið kartöflurnar í langa báta.

9

Setjið kartöflubátana, ólífuolíu og krydd saman í skál og blandið vel saman.

10

Bakið í ofnið í 30-40 mínútur við 190°C á blæstri.


DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry (1 poki)
 2 stk egg
 1 dl hveiti
 Krydd: 1 tsk salt, ¼ dl pipar, ½ tsk laukduft, ½ tsk hvítlauksduft
 ½ dl ólífuolía
 1 dl Heinz BBQ sósa
 Toppa með: Sesamfræjum, vorlauk, chili og kóríander eftir smekk (má sleppa).
Kartöflur
 4 stk bökunarkartöflur
 ½ dl ólífolía
 Krydd: 2 tsk gróft sjávarsalt, 1 tsk laukduft, 1 tsk hvítlauksduft, ½ tsk pipar
Sósa
 ½ dl Heinz majónes
 1 dl sýrður rjómi
 2 msk stappaður gráðostur
 1 msk safi úr lime
 Salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Pískið egg í skál og dreifið hveiti og kryddi á disk.

2

Hrærið öllum hráefnunum í sósuna saman í skál og setjið til hliðar.

3

Snyrtið kjúklingalundirnar. Veltið þeim upp úr egginu og síðan hveitinu.

4

Raðið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið ólífuolíu yfir.

5

Bakið í 20 mínútur við 190°C á blæstri.

6

Hellið BBQ sósunni yfir og dreifið á alla kjúklingastrimlana. Setjið þá aftur inn í ofninn og bakið í 8-10 mínútur í viðbót.

7

Dreifið sesamfræjum, sneiðum af vorlauk, sneiðum af chili og kóríander yfir kjúklingstrimlana. Berið fram með kartöflubátum og gráðostasósu, Njótið.

Kartöflubátar
8

Skerið kartöflurnar í langa báta.

9

Setjið kartöflubátana, ólífuolíu og krydd saman í skál og blandið vel saman.

10

Bakið í ofnið í 30-40 mínútur við 190°C á blæstri.

Ljúffengir BBQ kjúklingastrimlar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…