Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Þessi humarsúpa er einstaklega bragðgóð, kraftmikil og silkimjúk.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 stk blaðlaukur, miðju hlutinn
 3 stk gulrætur
 1 stk sellerístilkur
 2 stk rauðar paprikur
 1-2 stk hvítlauksgeiri (einn stór, annars tveir)
 1 ½ msk tómatmauk frá Heinz
 1 ½ tsk madras karrý frá Pataks
 3 msk fljótandi humarkraftur frá Oscar
 1 ½ msk fiskikraftur frá Oscar
 1 líter vatn
 400 ml dós kókosmjólk frá Blue Dragon
 2 dl hvítvín
 250 ml rjómi
 u.þ.b. 800 g skelflettur humar
 Salt og pipar
 250 ml þeyttur rjómi
 Fersk steinselja

Leiðbeiningar

1

Skerið allt grænmetið niður fyrir utan hvítlaukinn, setjið olíu í stóran pott og steikið grænmetið á meðal hita þar til það er farið að mýkjast. Skerið þá niður hvítlaukinn og bætið honum út á ásamt karrý og tómatmauki. Bætið vatninu, kókosmjólkinni og hvítvíninu í pottinn og maukið grænmetið saman við með töfrasprota. Látið sjóða.

2

Þegar súpan hefyr soðið saman rólega í u.þ.b. 5 mín bætið þá kraftinum saman við og haldið áfram að sjóða í nokrar mín.

3

Bætið því næst út í rjómanum og hitið að suðu. Setjið humarinn út í súpuna, passið að láta súpuna ekki sjóða eftir að humarinn hefur verið settur út í. Smakkið til með salti og pipar.

4

Berið fram með þeyttum rjóma og ferskri steinselju.


Uppskrift frá Lindu Ben.

SharePostSave

Hráefni

 1 stk blaðlaukur, miðju hlutinn
 3 stk gulrætur
 1 stk sellerístilkur
 2 stk rauðar paprikur
 1-2 stk hvítlauksgeiri (einn stór, annars tveir)
 1 ½ msk tómatmauk frá Heinz
 1 ½ tsk madras karrý frá Pataks
 3 msk fljótandi humarkraftur frá Oscar
 1 ½ msk fiskikraftur frá Oscar
 1 líter vatn
 400 ml dós kókosmjólk frá Blue Dragon
 2 dl hvítvín
 250 ml rjómi
 u.þ.b. 800 g skelflettur humar
 Salt og pipar
 250 ml þeyttur rjómi
 Fersk steinselja
Ljúffenga humarsúpan sem er einfaldari en þig grunar

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Blinis með reyktum laxiBlinis er fullkominn forréttur eða smáréttur á hlaðborði! Sums staðar er hægt að kaupa tilbúnar kökur en það er ekkert…