fbpx

Ljúffeng humarsúpa

Klassísk og ljúffeng humarsúpa og það besta við hana er að hún er jafnvel ennþá betri daginn eftir. Þá er gott að sleppa því að setja humarinn út í súpuna og setja hann ofan í áður en þið berið hana fram. Þessi humarsúpa er frábær forréttur, en ef að þið viljið meiri mátlítð úr súpunni þá mæli ég með að bæta við meiri humar í súpuna. Mér finnst humarkrafturinn frá Oscar og smá red curry frá Blue dragon setja punktinn yfir i-ið og gefa súpunni svo gott bragð.

Magn6 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 600 g humar
 1 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 30 g smjör
 2 stk gulrætur
 1 stk laukur
 1 stk lítill vorlaukur
 1 stk rauð paprika
 3 stk hvítlauksrif
 3 msk tómatpúrra frá Hunts
 1 msk fersk steinselja
 salt og pipar eftir smekk
 2 msk humarkraftur frá OSCAR
 1 msk kjúklingakraftur frá OSCAR
 2 tsk Thai red curry frá Blue Dragon
 1 l vatn
 2 dl hvítvín
 500 ml rjómi500-800 ml rjómi, eftir smekk
 Berið fram með léttþeyttum rjóma og ferskri steinselju

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda einu pressuðu hvítlauksrifi og ólífuolíu saman við humarinn og takið hann til hliðar.

2

Skerið gulrætur, lauk, vorlauk og papriku gróft.

3

Steikið upp úr smjöri og leyfið því að mýkjast.

4

Bætið við pressuðu hvítlauksrifum, steinselju, hvítlauki, tómatpúrru, humarkrafti, kjúklingakrafti, salt og pipar. Hrærið öllu vel saman.

5

Bætið vatni saman við og hrærið. Setjið lok á pottinn og leyfið súpunni að malla á vægum hita í eina klukkustund.

6

Notið töfrasprota til að mauka súpuna. Maukið þar til hún verður slétt og allt grænmetið vel blandað.

7

Blandið hvítvíni og rjóma saman við og leyfa að malla í 5 - 10 mínútur.

8

Bæta humri saman við í lokin og leyfið honum að eldast í 2-3 mínútur.

9

Berið fram með léttþeyttum rjóma og steinselju.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 600 g humar
 1 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 30 g smjör
 2 stk gulrætur
 1 stk laukur
 1 stk lítill vorlaukur
 1 stk rauð paprika
 3 stk hvítlauksrif
 3 msk tómatpúrra frá Hunts
 1 msk fersk steinselja
 salt og pipar eftir smekk
 2 msk humarkraftur frá OSCAR
 1 msk kjúklingakraftur frá OSCAR
 2 tsk Thai red curry frá Blue Dragon
 1 l vatn
 2 dl hvítvín
 500 ml rjómi500-800 ml rjómi, eftir smekk
 Berið fram með léttþeyttum rjóma og ferskri steinselju

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að blanda einu pressuðu hvítlauksrifi og ólífuolíu saman við humarinn og takið hann til hliðar.

2

Skerið gulrætur, lauk, vorlauk og papriku gróft.

3

Steikið upp úr smjöri og leyfið því að mýkjast.

4

Bætið við pressuðu hvítlauksrifum, steinselju, hvítlauki, tómatpúrru, humarkrafti, kjúklingakrafti, salt og pipar. Hrærið öllu vel saman.

5

Bætið vatni saman við og hrærið. Setjið lok á pottinn og leyfið súpunni að malla á vægum hita í eina klukkustund.

6

Notið töfrasprota til að mauka súpuna. Maukið þar til hún verður slétt og allt grænmetið vel blandað.

7

Blandið hvítvíni og rjóma saman við og leyfa að malla í 5 - 10 mínútur.

8

Bæta humri saman við í lokin og leyfið honum að eldast í 2-3 mínútur.

9

Berið fram með léttþeyttum rjóma og steinselju.

Ljúffeng humarsúpa

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Djúpsteikt blómkálÞað má sannarlega nota grillolíur fyrir annað en grillmat, en best er að borða blómkálsbitana um leið og þeir eru…