Hér er um að ræða ljóskur en samt ekki alveg ljóskur. Ljóskur eða blondies á ensku eru oftast andstæðan við brúnkur eða Brownies. Nánast eins nema í stað þess að vera dökkar eru þær ljósar og úr hvítu súkkulaði. Þessar hér eru akkurat þannig en þó ekki. Ég get best lýst þeim þannig að þær eru eins og blanda af ljóskum og kransaköku. Kranskökuáferðin kemur líklegast því ég nota möndlumjöl. Kökuna er ótrúlega einfalt að gera enda örfá hráefni í henni. Ég notaði dásamlega möndlusmyrju frá Rapunzel í staðinn fyrir smjör og var útkoman skemmtilega öðruvísi.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið hvíta súkkulaðið í örbylgju í 20-30 sekúndur í senn og hrærið á milli þar til nánast alveg bráðið en örlitlir bitar sjáanlegir.
Bætið þá kókosmöndlusmyrjunni frá Rapunzel saman við og setjið í síðustu 30 sekúndurnar í örbylgju svo allt verði bráðið, mjúkt og lint eins og þykk súrmjólk.
Bætið þá eggjunum saman við og hrærið með handþeytara eða í hrærivél en deigið verður smá klístrótt og seigt á þessu stigi.
Hærið að lokum möndlumjölinu, saltinu og vanilludropunum saman við.
Ef þið viljið hafa eitthvað aukalega af því sem ég tel upp að ofan setjið það þá síðast í og hrærið með sleif eða sleikju.
Setjið svo smjörpappír í ferkantað mót sem er c.a 20x20 cm og hellið deiginu í og sléttið úr því, gott er líka að lemja mótinu fast niður í borðið svo að deigið þjappist vel saman í mótinu.
Bakið í 170 °C heitum ofni í 30-35 mínútur og látið svo kólna í allavega 15-20 mín áður en tekið er úr mótinu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Bræðið hvíta súkkulaðið í örbylgju í 20-30 sekúndur í senn og hrærið á milli þar til nánast alveg bráðið en örlitlir bitar sjáanlegir.
Bætið þá kókosmöndlusmyrjunni frá Rapunzel saman við og setjið í síðustu 30 sekúndurnar í örbylgju svo allt verði bráðið, mjúkt og lint eins og þykk súrmjólk.
Bætið þá eggjunum saman við og hrærið með handþeytara eða í hrærivél en deigið verður smá klístrótt og seigt á þessu stigi.
Hærið að lokum möndlumjölinu, saltinu og vanilludropunum saman við.
Ef þið viljið hafa eitthvað aukalega af því sem ég tel upp að ofan setjið það þá síðast í og hrærið með sleif eða sleikju.
Setjið svo smjörpappír í ferkantað mót sem er c.a 20x20 cm og hellið deiginu í og sléttið úr því, gott er líka að lemja mótinu fast niður í borðið svo að deigið þjappist vel saman í mótinu.
Bakið í 170 °C heitum ofni í 30-35 mínútur og látið svo kólna í allavega 15-20 mín áður en tekið er úr mótinu.