Ljós súkkulaðikaka með klístraðri miðju

  ,

september 1, 2020

Hér er á ferðinni geggjuð ljós súkkulaðikaka sem á ensku kallast mud cake, sem mætti kannski kalla klessuköku á íslensku.

Hráefni

3 stk Fazer súkkalaði með Salted Caramel eða Dumle eða 210 gr

200 gr smjör

4 egg

2 dl sykur

2 1/2 dl hveiti

1/2 dl Cadbury kakó

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk fínt borðsalt

1-2 msk flórsykur til að sáldra ofan á hana

Leiðbeiningar

1Forhitið ofninn í 200 C° blástur

2Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við meðahita og passið að hræra í reglulega og varlega. Leggjið til hliðar í pottinum

3Þeytið saman egg, sykur og salt þar til létt og froðukennt

4Þegar súkkulaði blandan hefur kólnað ögn bætið henni þá saman við egg og sykurblönduna og hrærið saman í hrærivél örstutt

5Sigtið næst hveiti, kakó og lyftidufti út í súkkulaðiblandið og þeytið eins stutt saman og þið getið bara þannig að allt sé rétt blandað saman

6Spreyið 24 cm smelluform að innan með Pam spreyji og notið vel af því

7Bakið svo í 15-20 mín neðarlega í ofninum en ég bakaði mína í akkurat 18 mín

8Takið úr ofninum og ekki láta ykkur bregða þó að ykkur sýnist hún hrá, eða hún hristist til eins og hlaup þannig á hún akkurat að vera

9Látið hana kólna á borði í smá tíma og takið þá hringinn af smelluforminu af og setið í ísskáp

10Þegar hún hefur kólnað inn í ísskáp er hægt að taka botninn af mótinu undan kökunni og færa hana yfir á kökudisk og sáldrið þá smá flórsykur yfir hana og skreytið með berjum

11Geymist svo upp á borði og berið fram með berjum, rjóma eða ís

Uppskrift frá Maríu á Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.