Litlar Toblerone Pavlovur

  ,   

júlí 20, 2020

Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.

  • Fyrir: 10 stk

Hráefni

4 eggjahvítur

200 g sykur

1 tsk borðedik

1¼-1½ Toblerone

3-4 dl þeyttur rjómi

Brómber eftir smekk

Bláber eftir smekk

1-2 ástríðu ávöxtur

Leiðbeiningar

1Þeytið eggjahvíturnar í nokkrar mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að þykkna.

2Bætið sykrinum saman við í fjórum skömmtum og þeytið vel á milli.

3Bætið svo edikinu saman við í lokin og þeytir þar til marengsinn er orðinn stífur.

4Mótið pavlovurnar með tveimur skeiðum í tíu kökur og dreifið á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.

5Bræðið eitt Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði (skálin má ekki snertai vatnið fyrir neðan).

6Dreifið súkkulaðibráðinu (passið að það sé ekki of heitt) yfir pavlovurnar. Ca. 1 tsk af súkkulaði á hverja og eina pavlovu. Hrærið varlega í súkkulaðinu með skaftinu á skeið eða einhverju öðru mjóu sem þið finnið.

7Bakið í 40-45 mínútur við 120°C á blæstri. Slökkvið á ofninum og látið kólna í 30 mínútur eða lengur með ofnhurðina opna. Gott að gera þetta kvöldinu áður og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina.

8Þeytið rjómann. Skerið berin smátt og takið innan úr ástríðu ávextinum. Skerið ¼ – ½ Toblerone smátt.

9Dreifið pavlovurnar með rjómanum, berjunum, ástríðu ávextinum og Toblerone.

Uppskrift frá Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.