Pavlovurnar eru svo toppaðar með rjóma, brómberjum, bláberjum, ástríðu ávexti og söxuðu Toblerone.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Þeytið eggjahvíturnar í nokkrar mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að þykkna.
Bætið sykrinum saman við í fjórum skömmtum og þeytið vel á milli.
Bætið svo edikinu saman við í lokin og þeytir þar til marengsinn er orðinn stífur.
Mótið pavlovurnar með tveimur skeiðum í tíu kökur og dreifið á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.
Bræðið eitt Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði (skálin má ekki snertai vatnið fyrir neðan).
Dreifið súkkulaðibráðinu (passið að það sé ekki of heitt) yfir pavlovurnar. Ca. 1 tsk af súkkulaði á hverja og eina pavlovu. Hrærið varlega í súkkulaðinu með skaftinu á skeið eða einhverju öðru mjóu sem þið finnið.
Bakið í 40-45 mínútur við 120°C á blæstri. Slökkvið á ofninum og látið kólna í 30 mínútur eða lengur með ofnhurðina opna. Gott að gera þetta kvöldinu áður og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina.
Þeytið rjómann. Skerið berin smátt og takið innan úr ástríðu ávextinum. Skerið ¼ – ½ Toblerone smátt.
Dreifið pavlovurnar með rjómanum, berjunum, ástríðu ávextinum og Toblerone.
Hráefni
Leiðbeiningar
Þeytið eggjahvíturnar í nokkrar mínútur eða þar til þær eru byrjaðar að þykkna.
Bætið sykrinum saman við í fjórum skömmtum og þeytið vel á milli.
Bætið svo edikinu saman við í lokin og þeytir þar til marengsinn er orðinn stífur.
Mótið pavlovurnar með tveimur skeiðum í tíu kökur og dreifið á tvær ofnplötur þaktar bökunarpappír.
Bræðið eitt Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði (skálin má ekki snertai vatnið fyrir neðan).
Dreifið súkkulaðibráðinu (passið að það sé ekki of heitt) yfir pavlovurnar. Ca. 1 tsk af súkkulaði á hverja og eina pavlovu. Hrærið varlega í súkkulaðinu með skaftinu á skeið eða einhverju öðru mjóu sem þið finnið.
Bakið í 40-45 mínútur við 120°C á blæstri. Slökkvið á ofninum og látið kólna í 30 mínútur eða lengur með ofnhurðina opna. Gott að gera þetta kvöldinu áður og leyfa þeim að kólna í ofninum yfir nóttina.
Þeytið rjómann. Skerið berin smátt og takið innan úr ástríðu ávextinum. Skerið ¼ – ½ Toblerone smátt.
Dreifið pavlovurnar með rjómanum, berjunum, ástríðu ávextinum og Toblerone.