Þessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Kökurnar eru vinsæll eftirréttur á Englandi þar sem þær kallast Sticky Toffee Pudding en þær eru svo mjúkar og djúsí að þær bráðna upp í manni. Þær eru svo bornar fram með himneskri karamellusósu úr Werther’s karamellum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið döðlur og vatn í pott og hitið þar til vatnið byrjar að sjóða. Slökkvið á hellunni og leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur.
Maukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Blandið smjör, sykur og egg saman í hrærivél.
Sigtið hveiti, lyftiduft og salt út í blönduna og hrærið.
Bætið svo döðlunum saman við og hrærið.
Spreyið form með Pam spreyi og stráið kakói yfir í gegnum sigti.
Dreifið í muffinsformin og bakið í 25 mínútur við 180°C.
Á meðan kökurnar bakast er gott að útbúa karamellusósuna. Bræðið karamellurnar saman við rjómann og blandið vel saman.
Berið kökurnar fram með karamellusósunni, ís eða rjóma.
Uppskrift eftir Hildi Rut.
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið döðlur og vatn í pott og hitið þar til vatnið byrjar að sjóða. Slökkvið á hellunni og leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur.
Maukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
Blandið smjör, sykur og egg saman í hrærivél.
Sigtið hveiti, lyftiduft og salt út í blönduna og hrærið.
Bætið svo döðlunum saman við og hrærið.
Spreyið form með Pam spreyi og stráið kakói yfir í gegnum sigti.
Dreifið í muffinsformin og bakið í 25 mínútur við 180°C.
Á meðan kökurnar bakast er gott að útbúa karamellusósuna. Bræðið karamellurnar saman við rjómann og blandið vel saman.
Berið kökurnar fram með karamellusósunni, ís eða rjóma.