fbpx

Litlar döðlukökur með karamellusósu

Þessar dásamlegu döðlukökur eru einn af mínum uppáhalds eftirréttum. Kökurnar eru vinsæll eftirréttur á Englandi þar sem þær kallast Sticky Toffee Pudding en þær eru svo mjúkar og djúsí að þær bráðna upp í manni. Þær eru svo bornar fram með himneskri karamellusósu úr Werther’s karamellum.

Magn12 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 250 g döðlur
 3 dl vatn
 1 tsk matarsódi
 1,50 dl púðursykur
 2 egg
 100 g smjörvið stofuhita
 3 dl hveiti
 2 tsk lyftiduft
 0,50 tsk salt
 Pam sprey
 Cadbury bökunarkakó
 1 poki Werther's Original rjómakaramellur
 1 dl rjómi
 Berið fram með ís eða þeyttum rjóma

Leiðbeiningar

1

Setjið döðlur og vatn í pott og hitið þar til vatnið byrjar að sjóða. Slökkvið á hellunni og leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur.

2

Maukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

3

Blandið smjör, sykur og egg saman í hrærivél.

4

Sigtið hveiti, lyftiduft og salt út í blönduna og hrærið.

5

Bætið svo döðlunum saman við og hrærið.

6

Spreyið form með Pam spreyi og stráið kakói yfir í gegnum sigti.

7

Dreifið í muffinsformin og bakið í 25 mínútur við 180°C.

8

Á meðan kökurnar bakast er gott að útbúa karamellusósuna. Bræðið karamellurnar saman við rjómann og blandið vel saman.

9

Berið kökurnar fram með karamellusósunni, ís eða rjóma.


Uppskrift eftir Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

 250 g döðlur
 3 dl vatn
 1 tsk matarsódi
 1,50 dl púðursykur
 2 egg
 100 g smjörvið stofuhita
 3 dl hveiti
 2 tsk lyftiduft
 0,50 tsk salt
 Pam sprey
 Cadbury bökunarkakó
 1 poki Werther's Original rjómakaramellur
 1 dl rjómi
 Berið fram með ís eða þeyttum rjóma

Leiðbeiningar

1

Setjið döðlur og vatn í pott og hitið þar til vatnið byrjar að sjóða. Slökkvið á hellunni og leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur.

2

Maukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

3

Blandið smjör, sykur og egg saman í hrærivél.

4

Sigtið hveiti, lyftiduft og salt út í blönduna og hrærið.

5

Bætið svo döðlunum saman við og hrærið.

6

Spreyið form með Pam spreyi og stráið kakói yfir í gegnum sigti.

7

Dreifið í muffinsformin og bakið í 25 mínútur við 180°C.

8

Á meðan kökurnar bakast er gott að útbúa karamellusósuna. Bræðið karamellurnar saman við rjómann og blandið vel saman.

9

Berið kökurnar fram með karamellusósunni, ís eða rjóma.

Litlar döðlukökur með karamellusósu

Aðrar spennandi uppskriftir