Þeir sem geta ekki beðið eftir næstu fjölskyldusamkomu til að geta gætt sér á brauðtertu, þurfa ekki lengur að bíða heldur geta nú skellt í litlar og ljúffengar brauðtertur án sérstaks tilefnis.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Sjóðið eggin og kælið. Skerið skorpuna af brauðinu.
Þýðið rækjurnar og pressið mesta vökvann úr þeim á eldhúspappír.
Saxið rækjurnar smátt og setjið í skál. Skiljið smá eftir fyrir skraut.
Setjið majónes, sítrónusafa og krydd saman við og hrærið.
Takið eina brauðsneið og setjið á bretti eða disk. Setjið rækjusalat ofan á og leggið aðra brauðsneið ofan á. Þegar fjórða sneiðin hefur verið lögð á, smyrjið þá terturnar að utan með majónesinu.
Skerið agúrku í sneiðar og raðið utan um brauðterturnar. Annars er hægt að skreyta þær með hverju sem ykkur dettur í hug. Ég notaði agúrkur, saxaðar rækjur, ferskt dill og saxaða gula papriku.
Uppskrift eftir Völlu Gröndal
Hráefni
Leiðbeiningar
Sjóðið eggin og kælið. Skerið skorpuna af brauðinu.
Þýðið rækjurnar og pressið mesta vökvann úr þeim á eldhúspappír.
Saxið rækjurnar smátt og setjið í skál. Skiljið smá eftir fyrir skraut.
Setjið majónes, sítrónusafa og krydd saman við og hrærið.
Takið eina brauðsneið og setjið á bretti eða disk. Setjið rækjusalat ofan á og leggið aðra brauðsneið ofan á. Þegar fjórða sneiðin hefur verið lögð á, smyrjið þá terturnar að utan með majónesinu.
Skerið agúrku í sneiðar og raðið utan um brauðterturnar. Annars er hægt að skreyta þær með hverju sem ykkur dettur í hug. Ég notaði agúrkur, saxaðar rækjur, ferskt dill og saxaða gula papriku.