Linsupönnukökur, -vefjur, eða -flatbrauð? Hér erum við allavega með ótrúlega einfalda uppskrift af glúteinlausum pönnukökum með lauk og svörtu salti.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjað er á því að skola linsurnar. Setjið skolaðar linsur í skál með ca tvöföldu magni af vatni og leyfið að liggja í bleyti í amk 4klst.
Hellið svo vatninu af linsunum, það má skola þær léttilega, og setjið þær í blandara ásamt öllu nema smátt skorna lauknum og olíunni.
Bætið smátt skorna lauknum útí deigið og hrærið með t.d. gaffli.
Hitið pönnu og setjið ólífuolíu á pönnuna. Nóg er að setja olíu fyrir fyrstu pönnukökuna.
Hellið eins og 3/4 dl af linsudeiginu á pönnuna og dreifið úr því svo lagið verði frekar þunnt og jafnt. Leyfið henni að bakast í ca 2 mínútur á meðalháum hita, eða þar til hún losnar auðveldlega af pönnunni og snúið við til að baka hina hliðina.
*Ef deigið þykknar á meðan þið eruð að baka pönnukökurnar er hægt að bæta pínu vatni útí deigið og þynna.
Verði ykkur að góðu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjað er á því að skola linsurnar. Setjið skolaðar linsur í skál með ca tvöföldu magni af vatni og leyfið að liggja í bleyti í amk 4klst.
Hellið svo vatninu af linsunum, það má skola þær léttilega, og setjið þær í blandara ásamt öllu nema smátt skorna lauknum og olíunni.
Bætið smátt skorna lauknum útí deigið og hrærið með t.d. gaffli.
Hitið pönnu og setjið ólífuolíu á pönnuna. Nóg er að setja olíu fyrir fyrstu pönnukökuna.
Hellið eins og 3/4 dl af linsudeiginu á pönnuna og dreifið úr því svo lagið verði frekar þunnt og jafnt. Leyfið henni að bakast í ca 2 mínútur á meðalháum hita, eða þar til hún losnar auðveldlega af pönnunni og snúið við til að baka hina hliðina.
*Ef deigið þykknar á meðan þið eruð að baka pönnukökurnar er hægt að bæta pínu vatni útí deigið og þynna.
Verði ykkur að góðu.