Linsupönnukökur

Linsupönnukökur, -vefjur, eða -flatbrauð? Hér erum við allavega með ótrúlega einfalda uppskrift af glúteinlausum pönnukökum með lauk og svörtu salti.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 2 dl rauðar lífrænar linsur frá Rapunzel
 1,25 tsk laukduft
 1 tsk huskduft
 2 dl vatn
 1,25 tsk svart salt
 0,50 stk smátt skorinn gulur laukur
 1 tsk ólífuolía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Byrjað er á því að skola linsurnar. Setjið skolaðar linsur í skál með ca tvöföldu magni af vatni og leyfið að liggja í bleyti í amk 4klst.

2

Hellið svo vatninu af linsunum, það má skola þær léttilega, og setjið þær í blandara ásamt öllu nema smátt skorna lauknum og olíunni.

3

Bætið smátt skorna lauknum útí deigið og hrærið með t.d. gaffli.

4

Hitið pönnu og setjið ólífuolíu á pönnuna. Nóg er að setja olíu fyrir fyrstu pönnukökuna.

5

Hellið eins og 3/4 dl af linsudeiginu á pönnuna og dreifið úr því svo lagið verði frekar þunnt og jafnt. Leyfið henni að bakast í ca 2 mínútur á meðalháum hita, eða þar til hún losnar auðveldlega af pönnunni og snúið við til að baka hina hliðina.

 

*Ef deigið þykknar á meðan þið eruð að baka pönnukökurnar er hægt að bæta pínu vatni útí deigið og þynna.

Verði ykkur að góðu.

MatreiðslaTegundInniheldur
SharePostSave

Hráefni

 2 dl rauðar lífrænar linsur frá Rapunzel
 1,25 tsk laukduft
 1 tsk huskduft
 2 dl vatn
 1,25 tsk svart salt
 0,50 stk smátt skorinn gulur laukur
 1 tsk ólífuolía til steikingar

Leiðbeiningar

1

Byrjað er á því að skola linsurnar. Setjið skolaðar linsur í skál með ca tvöföldu magni af vatni og leyfið að liggja í bleyti í amk 4klst.

2

Hellið svo vatninu af linsunum, það má skola þær léttilega, og setjið þær í blandara ásamt öllu nema smátt skorna lauknum og olíunni.

3

Bætið smátt skorna lauknum útí deigið og hrærið með t.d. gaffli.

4

Hitið pönnu og setjið ólífuolíu á pönnuna. Nóg er að setja olíu fyrir fyrstu pönnukökuna.

5

Hellið eins og 3/4 dl af linsudeiginu á pönnuna og dreifið úr því svo lagið verði frekar þunnt og jafnt. Leyfið henni að bakast í ca 2 mínútur á meðalháum hita, eða þar til hún losnar auðveldlega af pönnunni og snúið við til að baka hina hliðina.

 

*Ef deigið þykknar á meðan þið eruð að baka pönnukökurnar er hægt að bæta pínu vatni útí deigið og þynna.

Verði ykkur að góðu.

Notes

Linsupönnukökur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…