Print Options:








Lífrænt fíkjunammi

Magn1 skammtur

Æðislega gott lífrænt fíkjunammi.

Botn:
 1 dl möndlur
 250 gr þurrkaðar fíkjur frá Rapunzel
 2 msk bráðið kakósmjör frá Rapunzel
 ¼ tsk vanilluduft
 1 msk möndlusmjör frá Rapunzel
Súkkulaðilag:
 0,75 dl kakósmjör frá Rapunzel
 2 msk möndlusmjör frá Rapunzel
 0,5 dl hlynsíróp frá Rapunzel
 2 msk kakaó frá Rapunzel
 ¼ tsk vanilluduft frá Rapunzel
 1 dl Kínóapúff frá Rapunzel
1

Saxið fíkjurnar í litla bita og fjarlægið harða endann. Setjið möndlurnar í matvinnsluvél eða öflugan blender og leyfið þeim að verða að kurli. Bætið svo smátt skornu fíkjunum, kakósmjöri, vanillu og möndlusmjörinu útí. Setjið bökunarpappí í botninn á litlu eldföstu móti eða kökuformi og þjappið fíkjublöndunni í formið og geymið til hliðar.

2

Útbúið súkkulaðið með því að hita hráefnin sem þarf í súkkulaðið í potti nema kínóapúffið. Hrærið stanslaust þar til allt hefur blandast og hitnað. Ath súkkulaðið skal ekki ná suðu.

3

Hellið súkkulaðinu yfir fíkjubotninn og stráið svo kínóapúffi yfir og látið kólna inní frysti.

4

Þegar súkkulaðið er storknað er fíkjunammið tilbúið og hægt að skera í litla ferninga og bera fram með kaffinu. Nammið geymist best í kæli.