Tilvalin uppskrift fyrir þá sem eru á ferðinni, t.d. í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Það er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9 árum síðan! Það er hægt að skipta út hráefnum eftir því hvað er til og smekk hvers og eins ef þið gætið bara að því að halda hlutföllunum réttum. Öll hráefnin eru bæði lífræn og vegan frá Rapunzel.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Saxið hneturnar smátt og setjið í skál ásamt höfrum, fræjum og söxuðu súkkulaði.
Setjið í miðlungsstóran pott, kókosolíu, hlynsíróp, hnetusmjör, apríkósur, döðlur og sjávarsalt. Bræðið saman á miðlungshita þar til allt er nokkurn veginn bráðið saman. Döðlurnar og apríkósurnar mýkjast vel en þær sjást alveg ennþá í blöndunni.
Hellið helmingnum af þurrefnunum út í pottinn og hrærið vel saman. Setjið meira af þurrefnunum saman við og hrærið, það gæti verið að það þurfi að skilja smávegis eftir af þeim en það er betra að gera þetta smám saman svo blandan verði ekki of þurr. Hægt er að geyma það sem verður afgangs í næstu blöndu.
Hrærið vel saman í pottinum, slökkvið undir. Setjið bökunarpappír á bretti. Dreifið úr blöndunni á brettið og mótið í ferhyrning og byrjið að þjappa niður. Það er gott að setja svo aðra örk af bökunarpappír yfir og þrýsta niður með öðru bretti. Ég tek svo pappírinn af og móta aftur, endurtek þetta nokkrum sinnum þar til ég er ánægð með þykktina og lagið. Set inn í kæli í sirka 1 klst. Tek úr kæli og sker í lengjur, ég fæ sirka 12-14 stk úr hverri blöndu.
Hægt er að leika sér með þessa uppskrift og breyta og bæta. Skipta út hnetum og fræjum ef vill en passið bara upp á hlutföllin.
Hráefni
Leiðbeiningar
Saxið hneturnar smátt og setjið í skál ásamt höfrum, fræjum og söxuðu súkkulaði.
Setjið í miðlungsstóran pott, kókosolíu, hlynsíróp, hnetusmjör, apríkósur, döðlur og sjávarsalt. Bræðið saman á miðlungshita þar til allt er nokkurn veginn bráðið saman. Döðlurnar og apríkósurnar mýkjast vel en þær sjást alveg ennþá í blöndunni.
Hellið helmingnum af þurrefnunum út í pottinn og hrærið vel saman. Setjið meira af þurrefnunum saman við og hrærið, það gæti verið að það þurfi að skilja smávegis eftir af þeim en það er betra að gera þetta smám saman svo blandan verði ekki of þurr. Hægt er að geyma það sem verður afgangs í næstu blöndu.
Hrærið vel saman í pottinum, slökkvið undir. Setjið bökunarpappír á bretti. Dreifið úr blöndunni á brettið og mótið í ferhyrning og byrjið að þjappa niður. Það er gott að setja svo aðra örk af bökunarpappír yfir og þrýsta niður með öðru bretti. Ég tek svo pappírinn af og móta aftur, endurtek þetta nokkrum sinnum þar til ég er ánægð með þykktina og lagið. Set inn í kæli í sirka 1 klst. Tek úr kæli og sker í lengjur, ég fæ sirka 12-14 stk úr hverri blöndu.
Hægt er að leika sér með þessa uppskrift og breyta og bæta. Skipta út hnetum og fræjum ef vill en passið bara upp á hlutföllin.