Hvernig væri að prófa þessa útgáfu af pastarétti? Einfalt og gott pasta í brauði.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka, kælið og setjið smá virgin ólífuolíu yfir og blandið vel.
Næst má blanda pestóinu saman við pastað og skera niður tómata og papriku.
Blandið síðan tómötum, papriku, fetaosti og furuhnetum saman við pastað og kryddið með salti og pipar eftir smekk
Holið stórt brauð að innan til að bera pastað fram í eða setjið í skál.
Réttinn má snæða bæði heitan eða kaldan.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki