Léttur kjúklingaréttur í kryddaðri gulrótarsósu

  

september 14, 2021

Gulrótarsósan er bragðmikil og þétt í sér og hjúpar kjúklingin svo fallega og gefur réttinum afar ljúffenga áferð.

Hráefni

2 msk spelt eða hveiti

1 tsk fínt borðsalt

4 stk kjúklingabringur Rose Poultry

2 msk ólífuolía

300 gr gulrætur

1 tsk paprikuduft

1 tsk kóríander

1/2 tsk engiferkrydd

1 msk Oscar kjúklingadufts kraftur

2,5 dl soðið vatn + 2 msk seinna

1 msk sítrónusafi

2 msk Philadelphia Light

söxuð fersk baslika til að dreifa yfir réttinn

Leiðbeiningar

1Veltið bringunum upp úr hveiti og hitið olíu á pönnu

2Setjið bringurnar út á heita olíuna og saltið með 1 tsk fínu borðsalti. Steikið í 2 mín á hvorri hlið og takið tímann

3Skrælið gulrætur og skerið í þunnar sneiðar og bætið út á pönnuna ásamt kryddunum þremur og hrærið

4Hafið heitt soðið vatn tilbúið við höndina og setjið 1 msk af Oscar kjúklingakraft í duftformi út á ásamt 2,5 dl af soðnu vatni og sítrónusafa

5Látið suðuna koma upp og lækkið niður í lægsta hita og leyfið að malla saman á pönnuni í eins ug um 10 mín undir loki

6Færið þá bringurnar yfir á disk og setjið gulrætur ásamt safanum á pönnuni í blandara eða matvinnsluvél ásamt 2 msk af vatni og 2 msk af Philadelphia light og maukið vel

7Hellið svo gulrótarsósunni aftur út á pönnuna ásamt bringunum og leyfið að malla í eins og 2-4 mínútur saman

8Raðið bringunum á diska og hellið sósunni vel yfir og stráið ferskri basiliku yfir

9Berið fram með cous cous og einnig er gott að hafa með salat eða soðið spergilkál

Uppskrift eftir Maríu á Paz.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Stökkur kjúklinga snitzel með sinnepskurli

Einfaldur og bragðgóður kjúklingasnitzel

Súper nachos með kalkúnahakki

Helgaruppskriftin er mætt og hún er virkilega gómsæt! Súper nachos með kalkúnahakki, svörtum baunum, ostasósu, salsasósu, avókadó og vorlauk

Kókoskjúklingur með tælensku ívafi

Grillspjót með tælensku ívafi