Print Options:








Létteldaður humar með tómatchutney og dilli

Magn1 skammtur

Frábær humarréttur með tómatchutney.

 4 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur)
 2 msk chiliolía
 4 plómutómatar - skornir í bita
 2 hvítlauksrif - fínt skorin
 1/2 chili - fínt skorið
 2 skarlottulaukar - fínt skornir
 1 tsk paprikuduft
 3 msk eplaedik
 1 msk hrásykur
 Salt
 3 stilkar dill
1

Hitið ofninn í 170° C.

2

Skarlottlaukur, hvítlaukur og chili er svitað í víðum potti ásamt paprikudufti í um það bil 2 mínútur.

3

Bætið edikinu og sykrinum í pottinn og sjóðið alveg niður.

4

Setjið tómatana saman við og lækkið hitann um helming. Látið malla þar til vökvinn er alveg gufaður upp og úr fæst þétt sulta.

5

Smakkið til með salti og ediki, ef vill.

6

Skerið humarhalana eftir endilöngu og kryddið með chiliolíunni og salti. Eldið humarhalana í ofninum í 5 mínútur. Berið fram heitt.