Cookbook 22
Cookbook 22

Létteldaður humar með tómatchutney og dilli

  , , ,   ,

febrúar 1, 2017

Frábær humarréttur með tómatchutney.

Hráefni

4 skelflettir humarhalar (Sælkerafiskur)

2 msk chiliolía

4 plómutómatar - skornir í bita

2 hvítlauksrif - fínt skorin

1/2 chili - fínt skorið

2 skarlottulaukar - fínt skornir

1 tsk paprikuduft

3 msk eplaedik

1 msk hrásykur

Salt

3 stilkar dill

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn í 170° C.

2Skarlottlaukur, hvítlaukur og chili er svitað í víðum potti ásamt paprikudufti í um það bil 2 mínútur.

3Bætið edikinu og sykrinum í pottinn og sjóðið alveg niður.

4Setjið tómatana saman við og lækkið hitann um helming. Látið malla þar til vökvinn er alveg gufaður upp og úr fæst þétt sulta.

5Smakkið til með salti og ediki, ef vill.

6Skerið humarhalana eftir endilöngu og kryddið með chiliolíunni og salti. Eldið humarhalana í ofninum í 5 mínútur. Berið fram heitt.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

laxaborgari

Asískur laxaborgari

Girnilegu laxaborgari með asísku ívafi.

DSC06094

Plokkfiskur í litlum formum

Sælkera plokkfiskur með rjómaost og sinnepi.