Einfalt og gott, rjómaosturinn fullkomnaði þennan sushibita!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Sjóðið sushi grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.
Undirbúið tóman eggjabakka með því að leggja plastfilmu ofan í botninn á honum öllum.
Sneiðið laxinn í þunnar sneiðar og komið fyrir neðst í eggjabakkanum í öllum 12 hólfunum.
Næst má skera avókadó niður í þunnar sneiðar og setja eina sneið ofan á hvern laxabita.
Næst fer um ein teskeið af rjómaosti ofan á avókadóið og sléttið aðeins úr.
Nú má fylla upp í hvert „eggjahólf“ með sushigrjónum og þjappa vel niður.
Klippið nori blöð niður svo þau passi ofan á grjónin, þrýstið vel að, plastið yfir og kælið, eða hvolfið strax úr og raðið á bakka.
Toppið laxinn síðan með chilli majónesi, söxuðum graslauk og sesamfræjum.
Hráefni
Leiðbeiningar
Sjóðið sushi grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.
Undirbúið tóman eggjabakka með því að leggja plastfilmu ofan í botninn á honum öllum.
Sneiðið laxinn í þunnar sneiðar og komið fyrir neðst í eggjabakkanum í öllum 12 hólfunum.
Næst má skera avókadó niður í þunnar sneiðar og setja eina sneið ofan á hvern laxabita.
Næst fer um ein teskeið af rjómaosti ofan á avókadóið og sléttið aðeins úr.
Nú má fylla upp í hvert „eggjahólf“ með sushigrjónum og þjappa vel niður.
Klippið nori blöð niður svo þau passi ofan á grjónin, þrýstið vel að, plastið yfir og kælið, eða hvolfið strax úr og raðið á bakka.
Toppið laxinn síðan með chilli majónesi, söxuðum graslauk og sesamfræjum.