fbpx

Laxasushi með rjómaosti

Einfalt og gott, rjómaosturinn fullkomnaði þennan sushibita!

Magn12 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 Lítill laxabiti (c.a 3 cm á þykkt
 1 avókadó
 12 tsk Philadelphia rjómaostur með sweet chili
 120 g Blue Dragon sushigrjón(+ ½ msk. hrísgrjónaedik og 330 ml vatn)
 Blue Dragon Nori blað
 Chilli majónes
 Saxaður graslaukur
 Sesamfræ

Leiðbeiningar

1

Sjóðið sushi grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.

2

Undirbúið tóman eggjabakka með því að leggja plastfilmu ofan í botninn á honum öllum.

3

Sneiðið laxinn í þunnar sneiðar og komið fyrir neðst í eggjabakkanum í öllum 12 hólfunum.

4

Næst má skera avókadó niður í þunnar sneiðar og setja eina sneið ofan á hvern laxabita.

5

Næst fer um ein teskeið af rjómaosti ofan á avókadóið og sléttið aðeins úr.

6

Nú má fylla upp í hvert „eggjahólf“ með sushigrjónum og þjappa vel niður.

7

Klippið nori blöð niður svo þau passi ofan á grjónin, þrýstið vel að, plastið yfir og kælið, eða hvolfið strax úr og raðið á bakka.

8

Toppið laxinn síðan með chilli majónesi, söxuðum graslauk og sesamfræjum.


DeilaTístaVista

Hráefni

 Lítill laxabiti (c.a 3 cm á þykkt
 1 avókadó
 12 tsk Philadelphia rjómaostur með sweet chili
 120 g Blue Dragon sushigrjón(+ ½ msk. hrísgrjónaedik og 330 ml vatn)
 Blue Dragon Nori blað
 Chilli majónes
 Saxaður graslaukur
 Sesamfræ

Leiðbeiningar

1

Sjóðið sushi grjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr á meðan annað er undirbúið.

2

Undirbúið tóman eggjabakka með því að leggja plastfilmu ofan í botninn á honum öllum.

3

Sneiðið laxinn í þunnar sneiðar og komið fyrir neðst í eggjabakkanum í öllum 12 hólfunum.

4

Næst má skera avókadó niður í þunnar sneiðar og setja eina sneið ofan á hvern laxabita.

5

Næst fer um ein teskeið af rjómaosti ofan á avókadóið og sléttið aðeins úr.

6

Nú má fylla upp í hvert „eggjahólf“ með sushigrjónum og þjappa vel niður.

7

Klippið nori blöð niður svo þau passi ofan á grjónin, þrýstið vel að, plastið yfir og kælið, eða hvolfið strax úr og raðið á bakka.

8

Toppið laxinn síðan með chilli majónesi, söxuðum graslauk og sesamfræjum.

Laxasushi með rjómaosti

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Tandoori bleikjaEinföld og meistaralega góð uppskrift að Tandoori bleikju að hætti Friðrik V. Þessi réttur var í boði á Fiskideginum Mikla…