img_0718
img_0718

Lambapottréttur með karrí og sætum kartöflum

  

desember 7, 2015

Ilmandi karrý lambapottréttur.

Hráefni

1 meðalstór laukur, saxaður smátt

1 msk ólífuolía + msk smjör

ca. 50 g massaman curry paste

700 g lambagúllas

500 g sætar kartöflur, skornar í bita

400 g blómkál, skorið í bita

250 ml kjúklingasoð

1 dós Hunts tómatar í dós með hvítlauk (411 g)

salt og pipar

ferskt kóríander (hægt að nota flatblaða steinselju í staðinn)

Leiðbeiningar

1Olía og smjör hituð og laukurinn steiktur þar til hann verður mjúkur. Þá er lambagúllasi bætt út í pottinn og steikt þar til kjötið hefur náð góðum lit.

2Því næst er karrí-maukinu bætt út í og steikt með kjötinu í 1-2 mínútur. Gott er að smakka sig áfram með maukið því það getur verið missterkt eftir framleiðendum.

3Þá er tómötum og kjúklingakrafti bætt út í, kryddað við þörfum, allt látið ná suðu og látið malla undir loki í um það bil 20 mínútur, hrært í pottinum öðru hvoru.

4Þá er sætum kartöflum og blómkáli bætt út í og látið malla í um það bil 15 mínútur til viðbótar eða þar til sætu kartöflurnar og blómkálið er soðið í gegn.

5Ferskt kóríander dreift yfir eða borið fram með réttinum ásamt hrísgrjónum, sýrðum rjóma eða grískri jógúrt og naan brauði.

Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Wellington (Medium)

Wellington

Hátíðlegt innbakað nautakjöt.

IMG_9898

Nachos með kóresku nautakjöti

Skemmtilegur réttur borinn fram með nautakjöti sem legið hefur í marineringu undir kóreskum áhrifum.

DSC04753

Chili hamborgari

Chili hamborgari með portobellosvepp.