Æðislegar lambakótilettur á grillinu með grilluðu grænmeti og kaldri sósu.

Uppskrift
Hráefni
Kótilettur
Um 1,3 kg af kótilettum
Caj P Original grillolía
Grænmeti
1 stór sæt kartafla (um 300 g)
6-8 stk. sveppir
8 stilkar ferskur aspas
½ gul paprika
½ rauð paprika
½ laukur
Filippo Berio ólífuolía
Salt, pipar, hvítlauksduft, lambakjötskrydd
Grillsósa
170 g Heinz majónes
70 g Philadelphia rjómaostur
½ sítróna (safinn)
2 rifin hvítlauksrif
1 msk. saxaður graslaukur
1 msk. Heinz Sweet BBQ sósa
1 msk. sykur
1 tsk. salt
Leiðbeiningar
Kótilettur
1
Penslið kótiletturnar vel með grillolíu og leyfið þeim að standa við stofuhita í að minnsta kosti klukkustund áður en þær eru grillaðar.
2
Grillið á vel heitu grilli og penslið 1-2 sinnum með grillolíu á meðan.
Grænmeti
3
Flysjið og skerið sætu kartöfluna niður í litla teninga (um 1x2 cm).
4
Skerið allt annað grænmeti gróft niður.
5
Setjið allt saman á grillpönnu, vel af ólífuolíu yfir og kryddið eftir smekk.
6
Grillið á meðalháum hita í um 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn, hrærið reglulega í á meðan.
Grillsósa
7
Pískið allt saman í skál þar til kekkjalaust.
8
Geymið í kæli fram að notkun.
Uppskrift frá Berglindi á Gotterí.
MatreiðslaGrillréttir, KjötréttirTegundÍslenskt
Hráefni
Kótilettur
Um 1,3 kg af kótilettum
Caj P Original grillolía
Grænmeti
1 stór sæt kartafla (um 300 g)
6-8 stk. sveppir
8 stilkar ferskur aspas
½ gul paprika
½ rauð paprika
½ laukur
Filippo Berio ólífuolía
Salt, pipar, hvítlauksduft, lambakjötskrydd
Grillsósa
170 g Heinz majónes
70 g Philadelphia rjómaostur
½ sítróna (safinn)
2 rifin hvítlauksrif
1 msk. saxaður graslaukur
1 msk. Heinz Sweet BBQ sósa
1 msk. sykur
1 tsk. salt