Print Options:








Lamba shawarma veisla

Magn1 skammtur

Lambakjöt með cous cous.

 2 kg úrbeinað lambalæri
 500 ml vatn
Cous cous með rúsínum
 1 ½ bolli cous cous
 2 bollar heitt vatn
 1 msk Oscar grænmetiskraftur
 ¾ bolli rúsínur
 Setjið grænmetiskraft út í heitt vatnið og bætið cous cous og rúsínum saman við. Setjið lok yfir og geymið í 10 mínútur. Takið lokið af hrærið lauslega í cous cousin með gafli. Bætið saxaðri steinselju og myntu saman við. Smakkið til með sítrónusafa, sítrónuberki, salti pipar og ólífuolíu.
Shawarma mauk
 2-3 msk safi úr ferskri sítrónu
 3 hvítlauksrif, pressað
 1 msk kóríander
 1 msk cumin (ath ekki kúmen)
 1 msk kardamommukrydd
 ½ - 1 tsk cayenne pipar
 2 tsk reykt paprikukrydd
 1 ½ tsk salt
 ½ tsk svartur pipar
 65 ml extra virgin ólífuolía frá Filipo Berio
 2-3 msk safi úr ferskri sítrónu
1

Hitið ofninn á 160 °c.

2

Látið 2 msk af sítrónusafa í skál og bætið síðan afganginn af hráefnum fyrir maukið saman við.

3

Setjið lambakjötið í ofnfast mót og nuddið maukinu vel inn í kjötið. Þetta er got að gera kvöldinu áður og leyfa því að marinerast yfir nótt. Ef þið hafið ekki tíma til þess sleppið þið því.

4

Látið fituhliðina á kjötinu snúa upp og hellið vatni í ofnfasta mótið.Setjið álpappír yfir kjötið og eldið í um 3 klst.

5

Takið af og til vökva úr mótinu og hellið yfir kjötið. Eftir 3 klst takið álpappírinn af. Kjötið ætti núna að vera orðið mjög mjúkt. Prufið að stinga í það með gaffli. Eldið í 30 mínútur til viðbótar. Takið úr mótinu og geymið vökvann. Kælið í 20 mínútur.

6

Rífið niður og veltið upp úr vökvanum. Berið fram með sítrónu cous cous og stráið steinselju og fræjum yfir allt.

Nutrition Facts

Serving Size 4