Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu.

Uppskrift
Hráefni
3 dl hveiti
3 dl grófir hafrar frá Rapunzel
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/4 tsk himalaya eða sjávarsalt
1 tsk kakó frá Rapunzel
2 dl demerara sykur frá Rapunzel
1 tsk matarsódi
3 dl Oatly haframjólk
Leiðbeiningar
1
Byrjið á því að hita ofninn í 200°C
2
Blandið saman öllum þurrefnum í stóra skál og hrærið saman
3
Hrærið Oatly mjólk varlega saman við með sleikju.
4
Klæðið ílangt form (jólakökuform) með bökunarpappír eða smyrjið vel og setjið deigið í. Stráið haframjöli eða hnetum yfir ef vill.
5
Bakið í 40 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út sem stungið er í brauðið.
Uppskrift frá GRGS.
Hráefni
3 dl hveiti
3 dl grófir hafrar frá Rapunzel
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/4 tsk himalaya eða sjávarsalt
1 tsk kakó frá Rapunzel
2 dl demerara sykur frá Rapunzel
1 tsk matarsódi
3 dl Oatly haframjólk