Processed with VSCO with p5 preset
Processed with VSCO with p5 preset

Kryddaðar jólahnetur

  ,   

janúar 8, 2019

Tilvalið í jólagjafir eða sem snarl á aðventunni.

Hráefni

400 g blandaðar hnetur frá Rapunzel (hesli, brasilíu, kasjúhnetur og möndlur)

2 eggjahvítur

1 tsk vanilludropar

125 g púðursykur

2 tsk malaður engifer (kryddið)

¼ tsk chiliduft

¼ tsk múskat

1 tsk kanill

Leiðbeiningar

1Hitið ofn í 180°c.

2Þeytið eggjahvítur saman þar til þær eru nánast stífþeyttar og hrærið þá vanillunni varlega saman við.

3Blandið púðursykri og kryddum saman í aðra skál. Hellið hnetunum út í eggjahvíturnar og veltið þeim vel.

4Hellið því næst hnetublöndunni út í skálina með sykrinum og blandið vel saman.

5Hellið hnetunum á bökunarpappírsklædda plötu og dreifið vel. Bakið í ofni í ca. 20 mín og látið kólna á plötunni.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.