Processed with VSCO with p5 preset
Processed with VSCO with p5 preset

Kryddaðar jólahnetur

  ,   

janúar 8, 2019

Tilvalið í jólagjafir eða sem snarl á aðventunni.

Hráefni

400 g blandaðar hnetur frá Rapunzel (hesli, brasilíu, kasjúhnetur og möndlur)

2 eggjahvítur

1 tsk vanilludropar

125 g púðursykur

2 tsk malaður engifer (kryddið)

¼ tsk chiliduft

¼ tsk múskat

1 tsk kanill

Leiðbeiningar

1Hitið ofn í 180°c.

2Þeytið eggjahvítur saman þar til þær eru nánast stífþeyttar og hrærið þá vanillunni varlega saman við.

3Blandið púðursykri og kryddum saman í aðra skál. Hellið hnetunum út í eggjahvíturnar og veltið þeim vel.

4Hellið því næst hnetublöndunni út í skálina með sykrinum og blandið vel saman.

5Hellið hnetunum á bökunarpappírsklædda plötu og dreifið vel. Bakið í ofni í ca. 20 mín og látið kólna á plötunni.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

toblerone-ostakaka

Toblerone ostakaka með hindberjakeim

Þegar Oreo, Toblerone, rjómi og hindber koma saman getur líklega lítið klikkað!

DSC06178

OREO pönnukökur

OREO pönnukökur með kerm-fyllingu og bræddu súkkulaði.

DSC06141

Dumle kaka

Súper einföld karamellu kaka með mjúkri karamellu í miðjunni.