Hvað er betra en Daim súkkulaði í smákökur? Þessar eru með þeim betri, mjúkar að innan og stökkar að utan. Daim súkkulaðið gerir kökurnar bæði ljúfar og krönsí. Ég hvet ykkur til að prófa þessar á aðventunni.

Uppskrift
Hráefni
200 g smjörvið stofuhita
150 g púðursykur
50 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
300 g hveiti
1 tsk matarsódi
0,25 tsk salt
4 dl Daim kúlur
1 dl saxað Milka súkkulaði
Toppa með
Milka súkkulaði
Daim kúlur
Leiðbeiningar
1
Hrærið saman í hrærivél smjör, púðursykur og sykur í nokkrar mínútur.
2
Bætið út í eggi og vanilludropum og hrærið saman.
3
Bætið hveiti, matarsóda, salti og hærið vel saman.
4
Blandið Daim kúlum saman við með skeið. Gott að kæla deigið í 30-60 mínútur.
5
Notið matskeið til að útbúa kúlur úr deiginu og notið hendurnar til að rúlla í kúlur.
6
Dreifið þeim á bökunarplötu þakta bökunarpappír og passið að hafa bil á milli þeirra.
7
Bakið í 8-10 mínútur við 180°C.
8
Skreytið með bræddu Milka súkkulaði og söxuðum Daim kúlum.
9
Njótið!
Uppskrift eftir Hildi Rut.
Hráefni
200 g smjörvið stofuhita
150 g púðursykur
50 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
300 g hveiti
1 tsk matarsódi
0,25 tsk salt
4 dl Daim kúlur
1 dl saxað Milka súkkulaði
Toppa með
Milka súkkulaði
Daim kúlur