Dásamlega kremuð og bragðgóð uppskrift að kókos dahl, þar sem rauðar linsur, ilmríkar kryddjurtir og mjúk kókosmjólk sameinast í fullkomnu jafnvægi. Með ferskum kóríander og kreistum sítrónusafa er þessi réttur bæði hlýjandi og ljúffengur fyrir sálina.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið smátt saxaðan lauk, hvítlauk og engifer í u.þ.b. 1 msk af olíu, bætið svo við möluðum kóríander fræum ásamt cumin, grænmetiskrafti, madras spice paste, limesafa, lárviðarlaufum og linsum.
Blandið öllu vel saman og bætið svo tómötunum, vatni og kókosmjólk við og látið malla í um 20 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar vel mjúkar og áferðin eins og þunnur grautur. Smakkið til og saltið eftir smekk.
Sjóðið basmatigrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu nema bætið 2 msk af kúmenfræum út í pottinn (viðmið skammtur fyrir 4).
Berið kremaða kósosdahl-ið fram með kúmengrjónum, hreinni Oatly jógúrt með smá cumin útí ásamt smáttsöxuðum döðlum og ferskum kóríander.
Uppskrift frá Hildi Ómars.
Hráefni
Leiðbeiningar
Steikið smátt saxaðan lauk, hvítlauk og engifer í u.þ.b. 1 msk af olíu, bætið svo við möluðum kóríander fræum ásamt cumin, grænmetiskrafti, madras spice paste, limesafa, lárviðarlaufum og linsum.
Blandið öllu vel saman og bætið svo tómötunum, vatni og kókosmjólk við og látið malla í um 20 mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar vel mjúkar og áferðin eins og þunnur grautur. Smakkið til og saltið eftir smekk.
Sjóðið basmatigrjón samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu nema bætið 2 msk af kúmenfræum út í pottinn (viðmið skammtur fyrir 4).
Berið kremaða kósosdahl-ið fram með kúmengrjónum, hreinni Oatly jógúrt með smá cumin útí ásamt smáttsöxuðum döðlum og ferskum kóríander.