Krakkapastað hennar Ölbu

Barnvænt fiðrildapasta með ostasósu, einfalt og gott

 300 gr De Cecco pastaslaufur
 80 gr smátt skornir sveppir
 60 gr blaðlaukur smátt skorin
 1/2 dl matreiðslurjómi (fyrir grænmetið)
 1 msk ólífuolía
 150 gr silkiskorin skinka
 1/3 tsk þurrkað timian
 salt og pipar
 1 dós skinkumyrja
 1,5 dl matreiðslurjómi
 2 tsk rifinn parmesan ostur

1

Setjið vatn í pott og saltið vel (næstum eins og sjóvatn) og látið suðuna koma upp og bætið þá pastanu út í og sjóðið í 11-13 mínútur

2

Á meðan setjið þá sveppi og blaðlauk í matvinnsluvél eða blandara en skerið það aðeins smærra niður fyrst og bætið 1/2 dl matreiðslurjóma út í og maukið þar til er orðið eins og hummus eða kæfa

3

Setjið svo olíu á pönnu og setjið smátt skorna silkiskinku út á og steikið í smá stund

4

Hellið svo sveppagumsinu yfir skinkuna og saltið og piprið og látið stikna eins og í 3-5 mín við miðlunghita (ykkur gæti þótt þetta líta skringilega út á þessu stigi eða smá eins og túnfiskur en það lagast á eftir)

5

Setjið svo næst skinkumyrjuna út á ásamt 1,5 dl matreiðlsurjóma, timían og parmesan ostinum og látið sjóða þar til allt er vel brætt saman og orðin þykk og silkumjúk ostasósa

6

Bætið þá pastaslaufunum saman við sósuna og hrærið öllu vel saman og leyfið því að sjóða í eins og 2 mínútur saman

7

Berið fram með hvítlauksbrauði og fersku grænmeti