Print Options:








Krakkapasta með kolkrabba pylsum

Magn1 skammtur

Þessi uppskrift er afar einföld og auðvelt að skella í, svo bara elska krakkarnir hana. Í hana þarf heldur ekki óteljandi hráefni, svo ég mæli með að þið prufið hvort sem er hversdags eða í krakkapartý sem dæmi.

 350 gr De Cecco pastaslaufur (fyrir suðu)
 1 pakki af mini partý pylsum
 1 askja skinkumyrja
 1 askja hreinn Phildadelphia ostur Original
 1 dl nýmjólk
 1 lítill haus brokkólí
 150 gr smátt skornir sveppir
 25 gr smjör
 1/2 tsk fínt borðsalt
 1 tsk gróft malaður svartur pipar
1

Byrjið á að sjóða pastað með því að setja vatn í pott sem er nógu mikið til að rétt fljóta yfir pastað. Saltið vatnið það vel að það líkist sjóvatni og látið suðuna koma upp áður en pastað er sett ofan í

2

Sjóðið pastað í þann tíma sem er gefið upp á pakkanum eða í 11-13 mín

3

Á meðan er gott að skera niður pylsurnar í annað hvort litla bita eða kolkrabbba en það er gert með því að skera ræmur í annan endann upp að miðju.

4

Steikjið næst brokkólí og sveppi upp úr smjörinu og saltið ögn og piprið. Takið svo af pönnuni og leggið til hliðar

5

Steikjið svo pylsurnar upp úr sama smjöri á sömu pönnu þar til að endarnir hafa glennst út og líkjast kolkrabba löppum

6

Takið nú pylsurnar af og setjið til hliðar með sveppunun og brokkólíinu

7

Gerið nú sósuna með því að setja ostana og mjólkina á pönnuna og láta það bráðna vel saman, saltið með 1/2 tsk af fínu borðasalti og 1 tsk grófum svörtum pipar

8

Bætið nú pylsum og brokkóli í sósuna og hrærið vel saman

9

Gott að bera fram með hvítlauksbrauði og parmesan osti

Nutrition Facts

Serving Size 4-6