fbpx

Kóreskt Nauta Taco

Skemmtilegur taco réttur með nautakjöti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 800-1000 gr. nautalund
 4 msk sykur
 2 msk soya sósa frá Blue Dragon
 1 msk maukað chilli frá Blue Dragon
 1 msk sesamolía frá Enso
 safi úr 1 límónu
 salt og pipar
 4-6 tortillur frá Mission t.d. með grillrönd
Marinerað grænmeti
 1 meðalstór gulrót
 20 sykurbaunir
 1 rauðlaukur
 safi úr 2 límónum
 1 tsk ylliblómaedik frá Meyers
 1 msk sesamolía frá Blue Dragon
 salt

Leiðbeiningar

1

Verkið sinar af nautalundinni og komið fyrir í skál eða fati. Hrærið saman sykri, soya, chilli mauki, sesamolíu og límónusafa og hellið yfir kjötið, látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

2

Grillið lundina í 1 mín á hverri hlið á heitu grillinu, setjið svo upp á efri grind og látið vöðvann eldast þar í rólegheitum áfram þar til það er fulleldað, muna bara að snúa því reglulega.

3

Gott er að nota kjarnhitamæli og viljum við ná kjarnhitanum upp í 55°c áður en kjötið er tekið af grillinu og hvílt í 10 mín.

Marinerað grænmeti
4

Skerið gulræturnar og rauðlaukinn næfurþunnt á mandólínjárni, skerið baunirnar svo í fína strimla. Bætið ediki og límónusafa saman við og látið standa í 30 mín áður en borið fram.

5

Kryddið með ögn af salti við framreiðslu. Þegar allt er tilbúið er tortillunum aðeins skellt á grillið og þær eru tilbúnar um leið og það eru komnar grillrendur á þær. Þegar tortillurnar eru tilbúnar er kjöti, káli og grænmeti bætt á tortilluna og henni svo rúllað upp.

6

Þessi réttur er borinn fram með tortillum, ferskum salatblöðum, söxuðum vorlauk, pickluðu engifer og jafnvel chili fyrir þá sem vilja enn meiri hita í réttinn.

DeilaTístaVista

Hráefni

 800-1000 gr. nautalund
 4 msk sykur
 2 msk soya sósa frá Blue Dragon
 1 msk maukað chilli frá Blue Dragon
 1 msk sesamolía frá Enso
 safi úr 1 límónu
 salt og pipar
 4-6 tortillur frá Mission t.d. með grillrönd
Marinerað grænmeti
 1 meðalstór gulrót
 20 sykurbaunir
 1 rauðlaukur
 safi úr 2 límónum
 1 tsk ylliblómaedik frá Meyers
 1 msk sesamolía frá Blue Dragon
 salt

Leiðbeiningar

1

Verkið sinar af nautalundinni og komið fyrir í skál eða fati. Hrærið saman sykri, soya, chilli mauki, sesamolíu og límónusafa og hellið yfir kjötið, látið marinerast í a.m.k. 30 mín.

2

Grillið lundina í 1 mín á hverri hlið á heitu grillinu, setjið svo upp á efri grind og látið vöðvann eldast þar í rólegheitum áfram þar til það er fulleldað, muna bara að snúa því reglulega.

3

Gott er að nota kjarnhitamæli og viljum við ná kjarnhitanum upp í 55°c áður en kjötið er tekið af grillinu og hvílt í 10 mín.

Marinerað grænmeti
4

Skerið gulræturnar og rauðlaukinn næfurþunnt á mandólínjárni, skerið baunirnar svo í fína strimla. Bætið ediki og límónusafa saman við og látið standa í 30 mín áður en borið fram.

5

Kryddið með ögn af salti við framreiðslu. Þegar allt er tilbúið er tortillunum aðeins skellt á grillið og þær eru tilbúnar um leið og það eru komnar grillrendur á þær. Þegar tortillurnar eru tilbúnar er kjöti, káli og grænmeti bætt á tortilluna og henni svo rúllað upp.

6

Þessi réttur er borinn fram með tortillum, ferskum salatblöðum, söxuðum vorlauk, pickluðu engifer og jafnvel chili fyrir þá sem vilja enn meiri hita í réttinn.

Kóreskt Nauta Taco

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.