Það er fátt sem toppar kóreskan kjúkling.
Setjið kjúklinginn, hrísgrjónaedik, salt og pipar í skál og blandið vel saman.
Hellið maizena mjölinu á disk og veltið kjúklinginum vel upp úr því, einum bita í einu.
Hitið steikingarolíu á djúpri pönnu – nægilega mikið af olíu til að hylja kjúklingabitana. Þegar olían er farin að sjóða setjið þá kjúklingabitana varlega í olíuna. Steikið í 3-5 mínútur og varist að steikja of marga bita í einu. Þegar kjúklingurinn er orðinn gylltur á lit takið úr olíunni og þerrið á eldhúspappír.
Blandið hráefnum fyrir sósuna saman í pott og hitið að suðu. Hrærið vel í sósunni og þegar hún er farin að sjóða takið af pönnunni og hellið yfir kjúklingabitana. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir allt og berið fram strax.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4