Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum

Kóresk rif sem gefa hinum ekkert eftir.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 2 – 2 1/2 kg svínarif
 200 g púðusykur
 240 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
 120 ml vatn
 60 ml Mirin, t.d. frá Blue dragon
 1 lítill laukur, fínrifinn
 1 lítil pera, fínrifin (má einnig nota epli)
 4 msk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
 2 msk sesamolía
 ¼ tsk svartur pipar
 2 vorlaukar, skornir smátt (má sleppa)

Leiðbeiningar

1

Stráið púðusykri yfir svínarifin og nuddið vel inn í kjötið. Leyfið að standa í um 10 mínútur.

2

Útbúið marineringuna með því að blanda öllum hráefnunum sem eftir eru saman í skál.

3

Setjið rifin í poka og hellið marineringunni yfir, lofttæmið pokann og lokið. Látið marinerast í amk. 5 klukkustundir, en helst yfir nótt, þá verður kjötið mun mýkra.

4

Grillið á hvorri hlið í ca. 3-5 mín hvor. Skreytið með vorlauk ef vill.


Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

SharePostSave

Hráefni

 2 – 2 1/2 kg svínarif
 200 g púðusykur
 240 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
 120 ml vatn
 60 ml Mirin, t.d. frá Blue dragon
 1 lítill laukur, fínrifinn
 1 lítil pera, fínrifin (má einnig nota epli)
 4 msk hvítlauksmauk, t.d. minched garlic frá Blue dragon
 2 msk sesamolía
 ¼ tsk svartur pipar
 2 vorlaukar, skornir smátt (má sleppa)
Kóresk rif sem hreinlega falla af beinunum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…