fbpx

Konfekt marengstertu krans

Þessi konfekt marengsterta hentar fullkomlega á aðventunni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Marengs krans
 6 eggjahvítur
 3,5 dl sykur
 2 tsk kornsterkja (maizena mjöl)
 2 tsk vanilludropar
 2 tsk hvítvíns edik
Fylling
 700 ml rjómi
 330 g Anthon Berg Sweet Moments konfekt (tveir pokar)
 250 g jarðaber
 70 g súkkulaði
 50 ml rjómi
 Ferskt rósmarín
 Trönuber
 1 dl sykur

Leiðbeiningar

Marengs krans
1

Stillið ofninn á 120ºC.

2

Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.

3

Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.

4

Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).

5

Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við þar til allt hefur blandast vel saman og marengsinn er orðinn mjög stífur

6

Teikniði 22 cm hring á sitthvoran smjörpappírinn og svo annan minni hring inn í, snúið smjörpappírnum við (svo pennastrikið sé niður) festiði smjörpappírinn á ofnplötu með því að setja örlítið deig undir hornin á smjörpappírnum og klessið við ofnplötuna.

7

Setjið marengsinn inn á milli hringanna tveggja sem teiknaðir voru á smjörpappírinn, sléttið úr með skeið svo það myndist heill krans, takið svo bakhliðina af skeiðinni og myndið einskonar skurð í hringinn (fyrir fyllinguna). Til þess að mynda slétta framhlið á hringinn takið bakhliðina af skeið aftur og byrjið neðst og dragið upp svo myndist toppar á ytri hlið hringsins.

8

Bakið í u.þ.b. 90-120 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökuna kólna með ofninum. Takið hana út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.

Fylling
9

Færið kökuna mjög varlega af smjörpappírnum og á kökudisk.

10

Þeytið rjómann. Skerið jarðaberin smátt niður og alla konfektmolana nema 6 stk niður í 4 hluta. Blandið því saman við rjómann og setjið ofan á marengsinn.

11

Hitið rjómann og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði og hrærið saman, dreifið súkkulaðinu yfir rjómann, fallegt að láta leka smá niður hliðar marengsins.

12

Veltið trönuberjum upp úr sykri og setjið á rjómann, klippið niður rósmarín og setjið meðfram trönuberjunum.

13

Skreytið með heilum Anthon Berg konfektmolum

DeilaTístaVista

Hráefni

Marengs krans
 6 eggjahvítur
 3,5 dl sykur
 2 tsk kornsterkja (maizena mjöl)
 2 tsk vanilludropar
 2 tsk hvítvíns edik
Fylling
 700 ml rjómi
 330 g Anthon Berg Sweet Moments konfekt (tveir pokar)
 250 g jarðaber
 70 g súkkulaði
 50 ml rjómi
 Ferskt rósmarín
 Trönuber
 1 dl sykur

Leiðbeiningar

Marengs krans
1

Stillið ofninn á 120ºC.

2

Notið fullkomlega hreina hrærivéla skál, setjið eggjahvíturnar í skálina og notið þeytarann.

3

Blandið kornsterkjunni út í sykurinn, hrærið saman.

4

Þeytið eggjahvíturnar mjög rólega fyrst, setjið 1 tsk af sykri út í eggjahvíturnar í einu á ca ½ mín fresti, aukið hraðann hægt og rólega eftir því sem þið setjið meiri sykur út í (þolinmæðisverk en þó þess virði).

5

Blandið saman vanilludropum og hvíta borðedikinu, hellið blöndunni út í þegar eggjahvíturnar hafa náð stífum toppum og hrærið saman við þar til allt hefur blandast vel saman og marengsinn er orðinn mjög stífur

6

Teikniði 22 cm hring á sitthvoran smjörpappírinn og svo annan minni hring inn í, snúið smjörpappírnum við (svo pennastrikið sé niður) festiði smjörpappírinn á ofnplötu með því að setja örlítið deig undir hornin á smjörpappírnum og klessið við ofnplötuna.

7

Setjið marengsinn inn á milli hringanna tveggja sem teiknaðir voru á smjörpappírinn, sléttið úr með skeið svo það myndist heill krans, takið svo bakhliðina af skeiðinni og myndið einskonar skurð í hringinn (fyrir fyllinguna). Til þess að mynda slétta framhlið á hringinn takið bakhliðina af skeið aftur og byrjið neðst og dragið upp svo myndist toppar á ytri hlið hringsins.

8

Bakið í u.þ.b. 90-120 mín, slökkvið svo á ofninum en ekki opna ofninn. Látið kökuna kólna með ofninum. Takið hana út þegar ofninn hefur kólnað fullkomlega.

Fylling
9

Færið kökuna mjög varlega af smjörpappírnum og á kökudisk.

10

Þeytið rjómann. Skerið jarðaberin smátt niður og alla konfektmolana nema 6 stk niður í 4 hluta. Blandið því saman við rjómann og setjið ofan á marengsinn.

11

Hitið rjómann og súkkulaðið saman yfir vatnsbaði og hrærið saman, dreifið súkkulaðinu yfir rjómann, fallegt að láta leka smá niður hliðar marengsins.

12

Veltið trönuberjum upp úr sykri og setjið á rjómann, klippið niður rósmarín og setjið meðfram trönuberjunum.

13

Skreytið með heilum Anthon Berg konfektmolum

Konfekt marengstertu krans

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
PáskasmákökurÞessar eru æði! Ekki nóg með það að vera fullar af mini eggs þá eru þær líka fylltar með súkkulaðismjöri…