fbpx

Kókoskjúklingur með sætkartöflusalati

Kjúklingur með kókos, einfaldlega gott!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 heill kjúklingur
 3 msk. kókosmjöl
 3 msk. saxaðar möndlur
 1 msk. fiskisósa (fish sauce, td. frá Blue dragon)
 1/2 dl. ólífuolía
 3 msk. sítrónusafi
 handfylli ferskt kóriander, saxað
 2 msk. gott fljótandi hunang
 1 tsk. turmerik
 2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
 salt og pipar
Sætkartöflusalat
 1 stór sæt kartafla
 2 cm. bútur af blaðlauk, smátt saxaðir
 3 msk. rúsínur
 50 gr. pecan hnetur
 lítil handfylli söxuð steinselja
 lítil handfylli saxað kóriander
 1 lítið þurrkað chilli, mulið í mortéli
Sósan
 4 msk. ólífuolía
 2 msk. gott fljótandi hunang
 1 msk. balsamik edik
 1 msk. sítrónusafi
 2 msk. appelsínusafi
 2 cm. bútur af engifer, fínt rifið
 1/2 tsk. kanill
 pínu salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að klippa hrygginn úr kjúklingnum þannig að hann fletjist auðveldlega út. Blandið öllu saman sem á að fara í marineringuna og smyrjið því á kjúklinginn.

2

Leyfið þessu að marinerast í a.m.k. klukkustund. Hitið ofninn í 180° og eldið neðarlega í 40-50 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er safaríkur og algjörlega tilbúinn. Ef ykkur finnst hann vera farinn að brúnast of mikið er ekkert mál að skella smá álpappír eða loki yfir hann.

3

Ég mæli með því að skafa alla marineringuna sem verður eftir í botninum, þið viljið ekki missa af neinu af góðgætinu!

4

Skerið sætu kartöflurnar í ca. munnbita og setjið á ofnplötu með ólífuolíu, salti og pipar. Bakið við 180° í 30 mínútur. Blandið öllu sem á að fara í sósuna og hellið henni yfir kartöflurnar þegar þær koma blússandi heitar út úr ofninum.

5

Bætið hinu hráefninu saman við og berið fram volgt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 heill kjúklingur
 3 msk. kókosmjöl
 3 msk. saxaðar möndlur
 1 msk. fiskisósa (fish sauce, td. frá Blue dragon)
 1/2 dl. ólífuolía
 3 msk. sítrónusafi
 handfylli ferskt kóriander, saxað
 2 msk. gott fljótandi hunang
 1 tsk. turmerik
 2 hvítlauksrif, kramin eða rifin
 salt og pipar
Sætkartöflusalat
 1 stór sæt kartafla
 2 cm. bútur af blaðlauk, smátt saxaðir
 3 msk. rúsínur
 50 gr. pecan hnetur
 lítil handfylli söxuð steinselja
 lítil handfylli saxað kóriander
 1 lítið þurrkað chilli, mulið í mortéli
Sósan
 4 msk. ólífuolía
 2 msk. gott fljótandi hunang
 1 msk. balsamik edik
 1 msk. sítrónusafi
 2 msk. appelsínusafi
 2 cm. bútur af engifer, fínt rifið
 1/2 tsk. kanill
 pínu salt

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að klippa hrygginn úr kjúklingnum þannig að hann fletjist auðveldlega út. Blandið öllu saman sem á að fara í marineringuna og smyrjið því á kjúklinginn.

2

Leyfið þessu að marinerast í a.m.k. klukkustund. Hitið ofninn í 180° og eldið neðarlega í 40-50 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er safaríkur og algjörlega tilbúinn. Ef ykkur finnst hann vera farinn að brúnast of mikið er ekkert mál að skella smá álpappír eða loki yfir hann.

3

Ég mæli með því að skafa alla marineringuna sem verður eftir í botninum, þið viljið ekki missa af neinu af góðgætinu!

4

Skerið sætu kartöflurnar í ca. munnbita og setjið á ofnplötu með ólífuolíu, salti og pipar. Bakið við 180° í 30 mínútur. Blandið öllu sem á að fara í sósuna og hellið henni yfir kartöflurnar þegar þær koma blússandi heitar út úr ofninum.

5

Bætið hinu hráefninu saman við og berið fram volgt.

Kókoskjúklingur með sætkartöflusalati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…