Fyrir þá sem leggja ekki í að gera vatnsdeigsbollur frá grunni þá er þetta frábær lausn. Hér eru á ferðinni einfaldar bolludagsbollur með kókossmyrju.

Uppskrift
Hráefni
1 stk Frosið smjördeig
1 stk So Vegan So Fine Kókos smyrja (ein krukka)
250 ml Oatly Visp rjómi
Frosin hindber
Leiðbeiningar
1
Stillið ofn á 200°c.
2
Takið þrjár plötur af smjördeigi úr pakkanum og leyfið að þiðna í 10 mín.
3
Þegar plöturnar eru þiðnar takið glas eða litla skál og stingið út fyrir tveimur hringjum á hverja smjördeigsplötu.
4
Leggið á bökunarpappírs klædda plötu og bakið í 12-15 mín. Leyfið að kólna.
5
Þeytið rjómann og setjið í sprautupoka.
6
Skerið bollurnar í tvennt og smyrjið 1-2 msk af kókos smyrjunni á hverja bollu, sprautið rjóma á bollurnar og takið þá frosin hindber og myljið þau í sundur með því að pressa á þau yfir hverja bollu. Lokið síðan bollunum.
Uppskrift frá Guðrúnu á dodlurogsmjor.is
Hráefni
1 stk Frosið smjördeig
1 stk So Vegan So Fine Kókos smyrja (ein krukka)
250 ml Oatly Visp rjómi
Frosin hindber