Ef þið eruð í leit að sparilegri tertu sem sómir sér vel á veisluborðinu þá þurfið þið ekki að leita lengra. Hvert sem tilefnið er þá er þessi alger drottning, bæði er hún dásamlega falleg en hún smakkast einnig guðdómlega. Þessi blanda, kókos, bláber og silkimjúkt rjómaostakrem er algerlega himnesk en látið ekki blekkjast, hún virðist við fyrstu sýn í flóknari kantinum en er í raun tiltölulega einföld í gerð. Það er einnig hægt að gera hana daginn fyrir viðburð þar sem hún geymist vel í kæli.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 165°C, blástur. Klæðið 2 stk. 18cm smelluform með bökunarpappír og smyrjið hliðarnar.
Setjið kókosmjölið í matvinnsluvél eða blandara og vinnið í þar til það líkist hveiti. Setjið svo kókosmjölið ásamt hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti í skál og hrærið saman.
Þeytið sykur og smjör vel saman í hrærivélaskál, gott er að nota þeytarann og skafa vel inn á milli. Bætið einu eggi í einu saman við og hrærið vel á milli.
Blandið súrmjólk, kókosmjólk, kókosolíu, vanillu- og möndludropum saman í mælikönnu. Takið þeytarann af hrærivélinni og setjið káið (hrærarann) í.
Setjið þurrefnin og vökvann saman við eggjablönduna til skiptis. Helminginn af þurrefnum og helming af vökva, hrærið aðeins og síðan aftur þurrefni og vökva.
Fjarlægið hrærarann og skafið af honum, notið sleikju til að klára að blanda saman deigið og ganga úr skugga um að engin þurrefni séu eftir á botninum.
Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í 45 mín. Ofnar eru misjafnir svo það gæti þurft að bæta aðeins við tímann. Botnarnir eru tilbúnir þegar prjóni sem er stungið í þá kemur hreinn upp.
Leyfið botnunum að kólna í forminu í 20 mín. Losið þá svo úr og kælið alveg á kæligrind. Útbúið kremið á meðan.
Byrjið á því að þeyta smjörið mjög vel með handþeytara, skafið niður á milli. Þegar smjörið er orðið ljóst og létt í sér, bætið þá rjómaostinum saman við og þeytið áfram vel. Bætið flórsykri, kókosmjólk og vanilludropum saman við og þeytið þangað til kremið er orðið slétt og loftmikið.
Kljúfið botnana í tvennt með því að skera þá með löngum beittum hníf, snyrtið einnig toppinn með því að skera aðeins af honum ef þarf.
Setjið smá klessu af kremi á kökudisk til að festa botninn. Setjið einn botn á disk, smyrjið bláberjasultu á botninn og setjið því næst krem yfir sultuna. Skerið fersk bláber í tvennt og raðið á kremið.
Setjið næsta botn yfir og endurtakið. Sama með þriðja botninn. Setjið fjórða og síðasta botninn á með sléttu hliðina upp.
Smyrjið kremi yfir alla kökuna og skafið þétt hliðarnar. Hafið aðeins þykkara lag af kremi á toppnum. Þrýstið kókosmjöli á hliðarnar og raðið bláberjum á toppinn. Stráið aðeins af kókosmjöli yfir bláberin og skreytið með blómum ef vill.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 165°C, blástur. Klæðið 2 stk. 18cm smelluform með bökunarpappír og smyrjið hliðarnar.
Setjið kókosmjölið í matvinnsluvél eða blandara og vinnið í þar til það líkist hveiti. Setjið svo kókosmjölið ásamt hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti í skál og hrærið saman.
Þeytið sykur og smjör vel saman í hrærivélaskál, gott er að nota þeytarann og skafa vel inn á milli. Bætið einu eggi í einu saman við og hrærið vel á milli.
Blandið súrmjólk, kókosmjólk, kókosolíu, vanillu- og möndludropum saman í mælikönnu. Takið þeytarann af hrærivélinni og setjið káið (hrærarann) í.
Setjið þurrefnin og vökvann saman við eggjablönduna til skiptis. Helminginn af þurrefnum og helming af vökva, hrærið aðeins og síðan aftur þurrefni og vökva.
Fjarlægið hrærarann og skafið af honum, notið sleikju til að klára að blanda saman deigið og ganga úr skugga um að engin þurrefni séu eftir á botninum.
Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið í 45 mín. Ofnar eru misjafnir svo það gæti þurft að bæta aðeins við tímann. Botnarnir eru tilbúnir þegar prjóni sem er stungið í þá kemur hreinn upp.
Leyfið botnunum að kólna í forminu í 20 mín. Losið þá svo úr og kælið alveg á kæligrind. Útbúið kremið á meðan.
Byrjið á því að þeyta smjörið mjög vel með handþeytara, skafið niður á milli. Þegar smjörið er orðið ljóst og létt í sér, bætið þá rjómaostinum saman við og þeytið áfram vel. Bætið flórsykri, kókosmjólk og vanilludropum saman við og þeytið þangað til kremið er orðið slétt og loftmikið.
Kljúfið botnana í tvennt með því að skera þá með löngum beittum hníf, snyrtið einnig toppinn með því að skera aðeins af honum ef þarf.
Setjið smá klessu af kremi á kökudisk til að festa botninn. Setjið einn botn á disk, smyrjið bláberjasultu á botninn og setjið því næst krem yfir sultuna. Skerið fersk bláber í tvennt og raðið á kremið.
Setjið næsta botn yfir og endurtakið. Sama með þriðja botninn. Setjið fjórða og síðasta botninn á með sléttu hliðina upp.
Smyrjið kremi yfir alla kökuna og skafið þétt hliðarnar. Hafið aðeins þykkara lag af kremi á toppnum. Þrýstið kókosmjöli á hliðarnar og raðið bláberjum á toppinn. Stráið aðeins af kókosmjöli yfir bláberin og skreytið með blómum ef vill.