Print Options:








Klístraðir mango chutney kjúklingavængir

Magn1 skammtur

Ótrúlega góðir klístraðir kjúklingabitar, tilvalið í kvöldmatinn eða partýið

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 2 dl súrmjólk
 3 dl Kornflex, mulið
 2 msk hveiti
 2 msk extra virgin ólífuolía frá Filippo Berio
Marinering
 3 dl Mango chutney frá Pataks
 1 msk appelsínusafi
 1 msk soyasósa frá Blue dragon
 1 kúfuð msk Mild curry spice paste frá Patak´s
 1-2 dl vatn
 safi og börkur úr 1/2 límónu
1

Setjið súrmjólk í skál og látið kjúklinginn þar í. Marinerið í 30 mínútur.

2

Myljið Kornflex smátt og setjið í skál ásamt hveiti. Takið kjúklinginn úr súrmjólkinni og veltið upp úr Kornflexinu. Einn biti í einu. Leggið á plötu með smjörpappír.

3

Dreyið ólífuolíu yfir kjúklinginn og setjið í 200°c heitan ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjuklingurinn er fulleldaður.

4

Á meðan kjúklingurinn er inn í ofni látið mango chutney, appelsínusafa, sojasósu og karrý maukið í pott ásamt vatni. Hitið og látið malla þar til sósan hefur þykknað.

5

Kreystið límónusafa í sósuna og takið pottinn af hitanum.

6

Dýfið kjúklingabitunum varlega í sósuna og setjið aftur á ofnplötuna. Hitið í 5 mínútur til viðbótað.

7

Berið fram með límónusneiðum, ristuðum sesamfræjum og vorlauk.