fbpx

Klassískt sesarsalat

Hér er uppskrift að afar góðu sesarsalati. Uppskriftin er einföld og inniheldur romain salat, kjúkling í hvítlauks BBQ Caj P olíu, heimagerða súrdeigsbrauðteninga, sesarsósu og parmesan ost. Það er einnig gott að bæta við tómötum, ólífum og jafnvel avókadó.

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 0,50 dl Caj P grillolía með hvítlauk
 Salt & pipar eftir smekk
 Romain salat eftir smekk (má nota annað salat)
 1 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur (meira til að bera fram með)
Heimatilbúnir brauðteningar
 4-5 súrdeigsbrauðsneiðar
 Krydd: ½ tsk oregano, ½ tsk hvítlauksduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar, ¼ tsk laukduft
 1 tsk fersk steinselja, söxuð
 0,50 dl ólífuolía
 2-3 msk parmesan ostur
Sósa (mæli með að gera tvöfaldan skammt)
 2 dl Heinz majónes
 1 tsk hvítlauksduft (eða ferskt hvítlauksrif)
 Krydd: ½ tsk laukduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar
 2 msk safi úr sítrónu
 1 tsk dijon sinnep
 0,50 tsk Heinz Worcestershire sósa
 1 msk vatn
 1 dl parmesan ostur

Leiðbeiningar

1

Hreinsið kjúklinginn og blandið saman við Caj p grillolíu, salt og pipar.

2

Bakið í ofni við 190°C í 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bakaður í gegn og mjúkur. Einnig er mjög gott að grilla hann.

3

Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að græja brauðteningana og sósuna. Byrjið á því að skera brauðsneiðarnar í teninga.

4

Blandið brauðteningum vandlega saman við ólífuolíu, krydd, steinselju og parmesan osti.

5

Dreifið teningunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 190° eða þar til brauðið er orðið gyllt og stökkt. Kælið það.

6

Blandið öllum hráefnunum saman í sósuna.

7

Skerið salatið í strimla eftir smekk og dreifið í skál. Því næst skerið kjúklinginn í sneiðar og dreifið yfir ásamt brauðteningum, sósunni og parmesan osti. Njótið vel.


DeilaTístaVista

Hráefni

 4 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 0,50 dl Caj P grillolía með hvítlauk
 Salt & pipar eftir smekk
 Romain salat eftir smekk (má nota annað salat)
 1 dl rifinn Parmareggio parmesan ostur (meira til að bera fram með)
Heimatilbúnir brauðteningar
 4-5 súrdeigsbrauðsneiðar
 Krydd: ½ tsk oregano, ½ tsk hvítlauksduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar, ¼ tsk laukduft
 1 tsk fersk steinselja, söxuð
 0,50 dl ólífuolía
 2-3 msk parmesan ostur
Sósa (mæli með að gera tvöfaldan skammt)
 2 dl Heinz majónes
 1 tsk hvítlauksduft (eða ferskt hvítlauksrif)
 Krydd: ½ tsk laukduft, ¼ tsk salt, ¼ tsk pipar
 2 msk safi úr sítrónu
 1 tsk dijon sinnep
 0,50 tsk Heinz Worcestershire sósa
 1 msk vatn
 1 dl parmesan ostur

Leiðbeiningar

1

Hreinsið kjúklinginn og blandið saman við Caj p grillolíu, salt og pipar.

2

Bakið í ofni við 190°C í 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er bakaður í gegn og mjúkur. Einnig er mjög gott að grilla hann.

3

Á meðan kjúklingurinn bakast þá er gott að græja brauðteningana og sósuna. Byrjið á því að skera brauðsneiðarnar í teninga.

4

Blandið brauðteningum vandlega saman við ólífuolíu, krydd, steinselju og parmesan osti.

5

Dreifið teningunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10 mínútur við 190° eða þar til brauðið er orðið gyllt og stökkt. Kælið það.

6

Blandið öllum hráefnunum saman í sósuna.

7

Skerið salatið í strimla eftir smekk og dreifið í skál. Því næst skerið kjúklinginn í sneiðar og dreifið yfir ásamt brauðteningum, sósunni og parmesan osti. Njótið vel.

Klassískt sesarsalat

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…