fbpx

Klassískt lasagna ala Hildur

Klassískt lasagna er alltaf gott og þessi uppskrift er extra djúsí með alfredo sósu og ricotta osti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 600 g Nautahakk
 400 g niðursoðnir tómatar, smátt skornir
 3 msk passata
 1 stk laukur
 3 stk hvítlauksrif
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 ¼ tsk ceyenne
 2 msk nautakraftur
 2 msk smátt söxuð steinselja
 Lasagna plötur frá De Cecco
 1 ½ dl ricotta ostur
 1 stk fersk mozzarella kúla
 1 dl rifinn parmesan ostur
Alfredo sósa
 1 ½ dl mjólk
 1 ½ dl rjómi
 1 ½ l rifinn parmesan
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk múskat
 salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að smátt skera laukinn. Steikið laukinn upp úr ólífuolíu við vægan hita. Þegar hann er mjúkur þá bætið þið við nautahakkinu og pressið hvítlauksrifin út í og kryddið.

2

Þegar nautahakkið er fulleldað þá bætið þið við niðursoðnu tómötunum og passata. Hrærið vel saman og leyfið þessu að malla í 20-30 mínútur. Má vera lengur

3

Á meðan nautahakkið mallar er gott að útbúa alfredo sósuna. Bræðið smjör í potti við vægan hita og bætið hvítlauknum saman við. Kryddið með laukkryddi, bætið hveitinu saman við og hrærið þar til blandan þykknar.

4

Hrærið rjómanum og mjólkinni saman við og látið malla þar til blandan hefur aðeins þykknað. Blandið parmesan ostinum saman við í lokin.

5

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og setjið til skiptis lasagnaplötur (mér finnst gott að bleyta lasagna plöturnar áður), ricotta ost, sósuna og nautahakkið. Þið ættuð að ná fjórum lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég. Drefið svo parmesan osti yfir og rífið mozzarella kúluna yfir lasagnað.

6

Bakið í 27 mínútur við 190°C með blæstri og njótið.


MatreiðslaMatargerðMerking, ,

DeilaTístaVista

Hráefni

 600 g Nautahakk
 400 g niðursoðnir tómatar, smátt skornir
 3 msk passata
 1 stk laukur
 3 stk hvítlauksrif
 1 tsk salt
 ¼ tsk pipar
 ¼ tsk ceyenne
 2 msk nautakraftur
 2 msk smátt söxuð steinselja
 Lasagna plötur frá De Cecco
 1 ½ dl ricotta ostur
 1 stk fersk mozzarella kúla
 1 dl rifinn parmesan ostur
Alfredo sósa
 1 ½ dl mjólk
 1 ½ dl rjómi
 1 ½ l rifinn parmesan
 ½ tsk laukduft
 ½ tsk múskat
 salt og pipar eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að smátt skera laukinn. Steikið laukinn upp úr ólífuolíu við vægan hita. Þegar hann er mjúkur þá bætið þið við nautahakkinu og pressið hvítlauksrifin út í og kryddið.

2

Þegar nautahakkið er fulleldað þá bætið þið við niðursoðnu tómötunum og passata. Hrærið vel saman og leyfið þessu að malla í 20-30 mínútur. Má vera lengur

3

Á meðan nautahakkið mallar er gott að útbúa alfredo sósuna. Bræðið smjör í potti við vægan hita og bætið hvítlauknum saman við. Kryddið með laukkryddi, bætið hveitinu saman við og hrærið þar til blandan þykknar.

4

Hrærið rjómanum og mjólkinni saman við og látið malla þar til blandan hefur aðeins þykknað. Blandið parmesan ostinum saman við í lokin.

5

Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og setjið til skiptis lasagnaplötur (mér finnst gott að bleyta lasagna plöturnar áður), ricotta ost, sósuna og nautahakkið. Þið ættuð að ná fjórum lögum ef þið notið álíka stórt mót og ég. Drefið svo parmesan osti yfir og rífið mozzarella kúluna yfir lasagnað.

6

Bakið í 27 mínútur við 190°C með blæstri og njótið.

Klassískt lasagna ala Hildur

Aðrar spennandi uppskriftir