Austurlenskur kjúklingur með tómat- og appelsínusósu.

Uppskrift
Hráefni
700 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
2 vorlaukar
Marinering
3 msk Hunt's tómatsósa
2 cm rautt chilí, saxað
1 msk soyasósa frá Blue dragon
1 msk hunang
safi af 1 appelsínu
1/3 dl ólífuolía, t.d. extra virgin frá Filippo Berio
2 hvítlauksrif
Leiðbeiningar
1
Blandið tómatsósu, chilí, soyasósu, hunangi, appelsínusafa og olíu saman í skál. Pressið hvítlaukinn, setjið saman við og blandið öllu vel saman.
2
Setjið kjúklinginn í marineringuna og geymið í kæli í eina klukkustund eða meira.
3
Takið úr kæli og setjið kjúklinginn í ofnfast mót. Saxið vorlauk og stráið honum yfir allt.
4
Látið í 200°c heitan ofn í 20-25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.
MatreiðslaKjúklingaréttirTegundAusturlenskt
Hráefni
700 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
2 vorlaukar
Marinering
3 msk Hunt's tómatsósa
2 cm rautt chilí, saxað
1 msk soyasósa frá Blue dragon
1 msk hunang
safi af 1 appelsínu
1/3 dl ólífuolía, t.d. extra virgin frá Filippo Berio
2 hvítlauksrif